Nýr MAGNI skotbómulyftari afhentur frá PON til VHE á Reyðarfirði

VHE á Reyðarfirði tók á móti nýjum MAGNI skotbómulyftara frá PON

Nýr skotbómulyftari // New telehandler

VHE á Reyðarfirði var að taka á móti nýjum MAGNI TH 5,5.19P skotbómulyftara frá PON ehf. Magni er fær um að lyfta 5,5 tonnum í návígi og ber tvö tonn í efstu stöðu, tæplega 19 metrum.
Hann er fjórhjóladrifinn og fjórhjólastýrður, sem gerir hann mjög lipran, og býður upp á nokkra keyrsluhama, t.d. möguleikann á að „krabba“, þ.e.a.s. að keyra út á hlið. Lyftarinn kemur með sjálfvirku stöðugleikakerfi, sem gerir það að verkum að hann getur örugglega unnið á ójöfnu undirlagi, sem leiðir af sér aukið öryggi, þægindi sem og afköst.
Að auki er hann búinn R.F.ID sjálfvirku auðkenningarkerfi fyrir tengibúnað á bómuna. Magni greinir þannig tengibúnaðinn sjálfkrafa, uppfærir vinnuskjáinn stöðugt með samsvarandi upplýsingum á álagstöflu og öryggistakmörkunum, sjálfkrafa stilltur fyrir viðkomandi búnað.
Magni er hannaður með öryggi og afköst í fyrirrúmi, og passar því vel inn í starfsumhverfi og áherslur VHE.
VHE Reyðarfjörður has taken delivery of a new MAGNI TH 5,5.19P telescopic handler from PON Ltd. The MAGNI has a 5,5 ton lifting capacity up close and is able to operate with two ton loads at its maximum height of almost 19 metres. It is equipped with four-wheel-drive and four-wheel-steering, making it highly manoeuvrable, allowing for several drive mode such as crabbing, i.e. sideways movements. The truck has a sophisticated automatic levelling system, which greatly increases stability, safety, comfort, and operational efficiency. As part of its real-time information touch screen system, it is equipped with an automatic R.F.ID attachment recognition system, installed on the boom carriage. It recognises each attachment automatically and is able to track its movements and load information which as continually updated and displayed for the operator to ensure safe and optimal operating conditions. Magni is designed for safety and productivity, making it a perfect partner to VHE Reyðarfjörður.

Comments are closed.