Stálhulsur fjarlægðar

Hulsupressa

Búnaður sem fjarlægir allar hulsur af gaffli í einni aðgerð og styttir vinnsluhring til muna. Með reyndri tækni í hönnun og smíði er ending og hagkvæmni tryggð.
Hulsupressa frá VHE Thimble stripper
Gafflar í föstum skorðum

Hulsur fjarlægðar

Þar sem tindar geta verið bognir eftir veru í kerum kerskála, hafa klemmurnar rýmd til að koma á móts við sveigða tinda.

Vökvaknúinn gripbúnaður færist upp að hulsunum og vökvatjakkar grípa um steypujárnshulsur og draga þær af, þar til þær losna frá tindunum og brotna.

Hulsubrotin falla niður í rennu til sitthvorrar hliðar í pressunni þar sem þær fara svo eftir færibandi til frekari vinnslu.

Fullkomin hreinsun

Allt fjarlægt af göflunum

Áður en mögulegt er að hefja endurnýtingu á skautgöflum er nauðsynlegt að hreinsa þá vel. Hulsupressa er hönnuð til að ná stálhulsunum af göflunum áður en þeir eru réttir af og farið að steypa á þá ný skaut.

Steypujárnshulsur verða gjarnan eftir á gaffli þegar búið er að fjarlægja skautleifar.

Nauðsynlegt er að ná steypujárnshulsum af göfflum/tindum og mikilvægt að safna þeim saman til frekari vinnslu og hringrásar aftur í steypujárnsofni af rekstrar og umhverfissjónarmiðum.

Til þess að auðvelda hreinsun á göflum hefur VHE smíðað og sett upp grafíthúðunarbúnað fyrir tinda sem gerir losun á hulsum mun auðveldari.

Hulsupressa frá VHE í virkni Thimble Stripper
Betra flæði og betri nýting

Fyrir álver

Hulsupressa VHE gagnast öllum nútíma álverum..

Hulsupressa Rusal frá VHE
Góður valkostur

Byggt á þekkingu og reynslu í álverum um allan heim

Sérfræðingar VHE þekkja  framleiðsluferli í álverum mjög vel. 

VHE býr yfir áratuga reynslu af því að innleiða lausnir sem auka rekstrarhagkvæmni og bæta umhverfisáhrif. 

VHE hefur selt lausnir og búnað víða um heim sem er þjónustaður með reglulegum hætti af sérfræðingum VHE til að tryggja hagkvæmni, áreiðanleika og endingu.

Vönduð framleiðsla varahluta og tæknileg aðstoð er stór hluti af eftirfylgni og þjónustu VHE við viðskiptavini.

Öllum vélum fylgja ítarlegar notanda- og viðhaldsleiðbeiningar ásamt varahlutalistum með tilvísun í íhluta-teikningar

Með hagræðingu og öryggi í rekstri að leiðarljósi

Rekstrarþjónusta og viðhaldsþjónusta

VHE þjónustar allar vélar sem það hefur selt víðsvegar um heiminn. Framleiðsla varahluta og tæknileg aðstoð er stór hluti af eftirfylgni og þjónustu okkar við viðskiptavini. Öllum vélum fylgja ítarlegar notanda- og viðhaldsleiðbeiningar ásamt varahlutalistum með tilvísun í íhluta-teikningar

Búnaður frá VHE stenst álagið

Metnaðarfull hönnun og framleiðsla

Með því að velja VHE sem samstarfsaðila er gengið að gæðunum vísum á öllum stigum framleiðslu og þjónustu.

Hönnun, efnisval og framleiðsla búnaðar miðar að góðri og áreiðanlegri endingu til allt að 25 ára.

Hulsupressa frá VHE

Stenst kröfur um allan heim

Hulsupressur VHE hafa verið settar upp í álverum í Rússlandi og á Íslandi. Hefur fyrirtækið verið í fararbroddi við þróun og smíði véla og búnaðar fyrir skautsmiðjur víða um heim.