Launajafnrétti

Jafnlaunastefna

VHE einsetur sér að gæta jafnræðis við launaákvarðanir þannig að kynjum sé ekki mismunað og laun ákvörðuð á sama hátt fyrir allt starfsfólk VHE. 

Konur og karlar skuli fá jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf þannig að kynbundinn launamunur sé ekki til staðar eða myndist hjá fyrirtækinu.

VHE mun gæta þess að uppfylla kröfur laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.

Launajafnrétti
VHE skal innleiða jafnlaunakerfi sem byggist á Jafnlaunastaðlinum ÍST 85. Við innleiðingu á því jafnlaunakerfi og útgefinni jafnlaunastefnu fyrirtækisins skal það vera staðfest og skjalfest hér með að við framkvæmd launaákvarðana er viðhaft verklag sem tryggja á ákveðna yfirsýn, möguleika á stöðugum umbótum launakerfis, eftirlit með og forvarnir gegn mögulegum kynbundnum launamun, og leiðréttingar á kynbundnum launamun þá/ef hann kemur í ljós.

Starfsmenn VHE skulu vera jafnir og hafa þannig jafna möguleika innan fyrirtækisins óháð kyni, aldri, uppruna eða öðrum óviðeigandi þáttum.

Jafnlaunastefna fyrirtækisins og jafnlaunakerfi er í ábyrgð Forstjóra VHE.

Mannauðsstjóri VHE ber ábyrgð á innleiðingu og viðhaldi jafnlaunakerfisins í samræmi við Jafnlaunastaðalinn ÍST 85.

Stjórnendur VHE skulu a.m.k. árlega rýna jafnlaunakerfið og árangur þess og með tilliti til niðurstaða úr launagreiningum setja fram jafnlaunamarkmið til að vinna eftir.

Allir stjórnendur VHE eru skuldbundnir til að vinna í samræmi við jafnlaunastefnu og jafnlaunakerfi fyrirtækisins, viðhalda stöðugum umbótum, eftirliti og hjálpast að við að bregðast við óútskýrðum
launamun og öðrum frávikum sem koma fram við rýni á jafnlaunakerfinu.