Forbrot á baðefnum auðveldar eftirvinnslu

Baðefnabrjótur

Afar öflugur Baðefnabrjótur sem er sérsniðinn að stærð og þörfum hvers viðskiptavinar. Tekur við baðefnum frá Baðhreinsivél og forbrýtur baðefni áður en það fer til frekari eftirvinnslu.

Baðefnabrjótur frá VHE
Einfaldir og sterkbyggðir

Baðefni brotin niður til að auðvelda eftirvinnslu

Eitt af vandamálum hvað varðar baðefni er hve hart það getur verið og þar af leiðandi slítandi fyrir allan búnað sem ætlaður er til að vinna á því. Baðefnabrjótar VHE eru einfaldir og sterkbyggðir.

Öflugum brotörmum er komið fyrir á öxli sem hreyfður er fram og til baka með vökvatjökkum. Vökvatjakkarnir eru staðsettir utan við brot-húsið á sitt hvorum enda öxulsins og því í skjóli fyrir ryki og óhreinindum.

Treystandi fyrir álaginu

Áreiðanlegir og endingargóðir baðefnabrjótar

Baðefnabrjótar geta verið fljótir að borga sig þar sem álag og slit á öðrum búnaði aftar í ferlinu minnkar verulega.

Fyrsti baðefnabrjótur VHE var settur upp 2002 og hefur verið í stöðugri notkun síðan.

Baðefnabrjótur smíðaður í Vélsmiðju VHE
Með hagræðingu og öryggi í rekstri að leiðarljósi

Rekstrarþjónusta

VHE þjónustar allar vélar sem það hefur selt víðsvegar um heiminn. Framleiðsla varahluta og tæknileg aðstoð er stór hluti af eftirfylgni og þjónustu okkar við viðskiptavini.

Baðefnabrjótur frá VHE
Metnaðarfull hönnun og efnisval

Hönnun sem stenst tímans tönn

Við hjá VHE sérhönnum og smíðum baðefnabrjót eftir óskum og þörfum hvers og eins. Öll hönnun, efnisval og framleiðsla baðefnabrjóta frá VHE miðast við búnaðurinn endist allt að 25 ár. Veldu búnað sem er traustsins verður.

Í notkun víða um heim

VHE hefur hannað, smíðað og sett upp baðefnabrjóta í álverum á Íslandi og við Persaflóa. Þar sem þeir hafa staðist álagið fullkomlega.