Öryggis- heilsu- og umhverfismál

Stefna Vélaverkstæðis Hjalta Einarssonar ehf. í öryggis -, heilsu – og umhverfismálum. VHE ehf. einsetur sér að bjóða upp á öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi fyrir starfsfólk sitt. Þessum markmiðum er náð með því að uppfylla lög og reglugerðir er snúa að öryggis, heilsu og umhverfismálum samkvæmt íslenskum og erlendum stöðlum.

Meginmarkmiðin eru:

 • Að sérhverjum starfsmanni líði vel og að hann fari ávallt heill heim úr vinnu.
 • Að starfsumhverfið sé öruggt og heilsusamlegt.
 • Að vernda og hlúa að umhverfinu með því að lágmarka umhverfisáhrif starfseminnar.
 • Að hafa stöðugar umbætur í huga.

Leiðir til að framfylgja þessum markmiðum:

 • Gera sömu öryggis- heilsu- og umhverfiskröfur til allra sem starfa á vegum VHE, þ.m.t. ráðgjafa, þjónustuaðila og verktaka.
 • Setja skýr markmið og vinna stöðugt að bættum árangri fyrirtækisins í öryggis- heilsu- og umhverfismálum.
 • Meta starfsumhverfi og líðan starfsmanna reglulega með því að innleiða kerfisbundna stjórnun öryggis- og heilsumála.
 • Efla vitund starfsmanna um öryggis- heilsu- og umhverfismál með reglubundinni fræðslu og þjálfun.
 • Tryggja örugga meðhöndlun á hættulegum efnum.
 • Flokka sorp sem fellur til og lágmarka notkun á rekstrar og skrifstofuvörum.
 • Endurnota og endurvinna það sem fellur til í rekstri eins og hægt er og farga öðru á viðeigandi hátt.

VHE er virkur þátttakandi í samfélaginu m.a. með stuðningi við íþrótta-, menningar- og æskulýðsstarf eftir því sem aðstæður leyfa hverju sinni. VHE mun ávalt starfrækja og þróa skilvirka öryggis, heilsu og umhverfisáætlun með það að markmiði að stjórna og lágmarka áhættuþætti. ÖHU stefnan mun verða endurskoðuð reglulega og uppfærð eftir því sem við á hverju sinni.