Leggréttivél VHE réttir bogna skautleggi. Leggréttivél VHE er þannig hönnuð að bognun leggsins er lesin með laser-skynjurum og forskrift send til vökvatjakka sem síðan rétta legginn og skila okinu hornréttu í sömu aðgerð.
Vélin tekur lítið pláss og oftast er auðvelt að bæta henni við inn í núverandi ferli í skautsmiðju.
Vinnuhringur vélarinnar er undir 60 sekúndum og miðast þá við réttingu leggs á annan veginn. Hægt er að útfæra leggréttivél þannig að hún snúi gaffli og rétti báðar hliðar leggsins.
VHE hefur smíðað leggréttivélar í yfir 20 ár og eru þær í notkun víðsvegar um heiminn. Árið 2013 var farið í að innleiða þróaðri hugbúnað og mæliaðferðir í leggréttivélar VHE sem eru annars í stöðugri þróun.
Þessar vélar njóta trausts um allan heim.