Réttir bogna skautleggi

Leggréttivél

Réttir skautleggi á skilvirkan og öruggan máta og lækkar viðgerðarkostnað skautgaffla.
Leggjaréttivél frá VHE 900x600
Sérhönnuð inn í vinnslulínu

Tryggir betri endingu á skautum

Leggréttivél VHE réttir bogna skautleggi. Leggréttivél VHE er þannig hönnuð að bognun leggsins er lesin með laser-skynjurum og forskrift send til vökvatjakka sem síðan rétta legginn og skila okinu hornréttu í sömu aðgerð.

Vélin tekur lítið pláss og oftast er auðvelt að bæta henni við inn í núverandi ferli í skautsmiðju.

Vinnuhringur vélarinnar er undir 60 sekúndum og miðast þá við réttingu leggs á annan veginn. Hægt er að útfæra leggréttivél þannig að hún snúi gaffli og rétti báðar hliðar leggsins.

VHE hefur smíðað leggréttivélar í yfir 20 ár og eru þær í notkun víðsvegar um heiminn. Árið 2013 var farið í að innleiða þróaðri hugbúnað og mæliaðferðir í leggréttivélar VHE sem eru annars í stöðugri þróun.

Þessar vélar njóta trausts um allan heim.

Helstu kostir leggréttivéla

  • Sterkbyggðar
  • Auðveldar í uppsetningu
  • Áreiðanlegar í rekstri
  • Lágur viðhaldskostnaður
  • Gott viðhaldsaðgengi
  • Nákvæm rétting
Leggréttivél frá VHE
Í yfir 30 álverum víða um heim

Í öruggum rekstri

VHE hefur áratuga reynslu í hönnun, smíði og uppsetningu véla og búnaðar fyrir álver. Þannig hefur fyrirtækið selt vélar, búnað og þjónustu til yfir 30 álvera víðsvegar um heiminn. 

Eitt meginsvið í starfsemi VHE snýr að rekstrarþjónustu, viðhaldsverkefnum og umbótaverkefnum véla og búnaðar. VHE hefur frá upphafi gegnt veigamiklu hlutverki í verktakaþjónustu við íslensk álver og þannig komið að fjölmörgum úrbótaverkefnum sem hafa skilað viðskiptavinum okkar umtalsverðri hagræðingu og sparnaði í rekstri.

Stendur undir traustinu um allan heim

Í notkun víða um heim

VHE hefur hannað, smíðað og sett upp leggréttivélar um allan heim sem standast álagið fullkomlega.

Mikilvægur þáttur í rekstri

Minnkar skautleifar

Leggréttivél VHE ætti að henta flestöllum álverum sem flytja inn forbökuð skaut og vilja tryggja hámarksnýtingu þeirra og lágmarka hringrás skautleifa. Með bæði tindaréttivél og leggréttivél í ferlinu þá má líta á það sem fyrirbyggjandi viðhald á gaffalflota hvers álvers þar sem skaut er líklegra til að steypast rétt á okið og gaffalleggur er hornréttur við skaut og ok.

Leggréttivél frá VHE
Með hagræðingu og öryggi í rekstri að leiðarljósi

Rekstrarþjónusta

VHE þjónustar allar vélar sem það hefur selt víðsvegar um heiminn. Framleiðsla varahluta og tæknileg aðstoð er stór hluti af eftirfylgni og þjónustu okkar við viðskiptavini.