Reynsla og þekking

Stálsmiðja

Öll almenn stálsmíði og uppsetningar. Mikil reynsla af uppsetningum stálgrindarhúsa og stærri burðarvirkja.  Erum með stóran flota af lyftitækjum og krönum.

Stálsmíði

Hönnun og framleiðsla sérhæfðra tækja og vélbúnaðar.

Þjónustusvið

Uppsetning, viðhald og viðgerðir á vélbúnaði og tækjum.

Verkfræðiþjónusta

Sérhæfð verkfræðiþjónusta í véltækni.

Heildarlausnir frá hönnun að smíði

Stálsmiðja VHE annast alla almenna stálsmíði

VHE annast alla almenna stálsmíði frá einföldum stálbitum upp í stór og flókin burðarvirki eftir séróskum. 

Við sérsmíðum einnig allar tegundir af stigum, stigahandrið, svalir og svalahandrið fyrir stærri sem smærri verkefni. 

Smíðum einnig brýr og af öllum stærðum og gerðum s.s. göngubrýr og brýr fyrir bílaumferð. ´Tökum einnig að okkur hönnun og smíði göngumannvirkja og útsýnispalla fyrir ferðamannastaði og útivistarsvæði .

Hjá Stálsmiðju VHE starfar samhentur hópur fólks sem hefur starfað lengi í greininni og býr yfir mikilli reynslu og færni í greininni. Hjá VHE færðu persónulega og vandaða þjónustu frá reyndu fagfólki.

Ef það er hægt að smíða það úr stáli þá getum við séð um það fyrir þig. Ef það þarf að hanna verkið og reikna út burðarþol o.s.frv. þá annast Verkfræðisvið VHE slík verkefni.

"Ef það er hægt að smíða það úr stáli þá sjáum við um það"

Frá hönnun til uppsetningar

Allar gerðir af stigum

Sérfræðingar VHE smíða allar gerðir af stigum eftir séróskum hvort sem komið er með fullbúna hönnun eða VHE hanni lausnina frá grunni. 

Beinir stigar meða eða án millipalla með glerhandriðum eða stálhandriðum smíðaðir eins og þú vilt hafa þá.

Hringstigar og snúnir stigar hvort sem þeir eiga að vera inni eða úti fyrir daglega umferð eða sem neyðarstigar.

Veglegir stigar, göngubrýr og útsýnispallar fyrir útivistarsvæði, ferðamannastaði þar sem álag er mikið.

Við leggjum áherslu á gæði í efnisvali og vandaða vinnu á öllum stigum. 

Hönnun - Smíði - Uppsetning

Öflugur búnaður og reyndir starfsmenn

Stálgrindarhús og stærri mannvirki

Stálsmiðja VHE reisning mannvirkja

VHE er með öryggisstjóra í fullu starfi og við leggjum mikla áherslu á að vinna eftir ítrustu öryggisreglum. Við höfum mikla reynslu af gerð áhættugreininga og vinnulýsinga og framfylgjum þeim í öllum okkar verkum.

Stálsmiðja VHE stálgrindarhús

Stálsmiðja VHE getur í samvinnu við verkfræðistofu VHE býður upp á vélahönnun og burðarþolsgreiningar og CE vottun búnaðar, stálvirkja o.þ.h. allt eftir óskum og þörfum viðskiptavina.

LEITAÐU TIL OKKAR

nýttu þér reynslu og sérþekkingu VHE

Framleiðslusvið

Hönnun og smíði á sérhæfðum véltæknibúnaði fyrir orkuiðnað og stærri fyrirtæki.

Þjónustusvið

Uppsetning, eftirlit og viðhald á véltæknibúnaði.

Tölvusvið

Almenn tölvuþjónusta og þjónusta við iðn- og stýritölvur með búnaði frá VHE.

Smurstöð

Öll smurþjónusta fyrir vinnuvélar, stærri tækja og atvinnubíla.

Mannvirkjasvið

Bygging stærri fasteigna, brúarsmíð og gangnagerð auk viðahalds.

Verkfræðiþjónusta

Sérhæfð hönnun og þróun á sjálfvirkum búnað fyrir álver og stærri fyrirtæki.

VERKEFNIN

Við erum stolt af okkar verkefnum