Hugvit - Verkvit - Eining
Gæðastefna
Við vinnum að stöðugum umbótum til að mæta kröfum viðskiptavina okkar, bæði hvað viðkemur vörum og þjónustu. Gildi okkar eru: Hugvit – Verkvit – Eining
Við fylgjum grunngildum okkar ásamt gæðastjórnunarkerfi sem byggir á kröfum gæðastjórnunar í ISO 9001:2015.
Þetta felur m.a. í sér að svara þörfum viðskiptavina sem og vinna í samræmi við gildandi lög og reglur í starfsumhverfinu. Stöðug þróun og umbætur gæðstjórnunarkerfisins tryggir virkni þess. Gæðaþjónusta og framleiðsla styður við langtímamarkmið okkar að gera betur og styrkja stöðu fyrirtækisins. Allt starfsfólk ber ábyrgð á gæðum og fær viðeigandi þjálfun. Ef eitthvað fer miður þá er leitast við að bæta úr og koma í veg fyrir endurtekningu.
Gæðastjóri ber ábyrgð á gæðastjórnunarkerfinu, vakta það og upplýsa forstjóra reglulega um innleiðingu, stöðu og virkni kerfisins.