Áratuga reynsla af innlendum og erlendum verkefnum

Framleiðslusvið

VHE er leiðandi í framleiðslu véla og búnaðar fyrir stóriðju og annan iðnað á Íslandi og veitir fyrirtækjum alhliða þjónustu. Við bjóðum tilbúnar lausnir og einnig sérsniðnar að þörfum hvers viðskiptavinar og framleiðslustigs.

Rafmagnsverkstæði

Alhliða raflagnavinna, rafstýringar og breytingar á rafbúnaði.

Renniverkstæði

Öll almenn rennismíði og fræsingar. Allt frá smáhlutum upp í stærstu hluti.

Stálsmiðja

Fjölhæf stálsmíði úr stáli, ryðfríu og áli. Uppsetning stálgrindarhúsa og annarra mannvirkja.

Vélaverkstæði

Alhliða vélaviðgerðir og þjónusta við vélbúnað. 

Vélsmiðja

Hönnun og smíði sérhæfðra véla og vélbúnaðarlausna.

Fjölbreytt framleiðsla

Viðamikil og fjölþætt framleiðsla

Við höfum víðtæka reynslu af hönnun, smíði og uppsetningu búnaðar og tækja og sjáum um allt verkið í heild frá hugmynd til gangsetningar. Framleiðsludeild VHE er með öfluga einstaklinga með mikla reynslu í suðu og stálsmíði. Fyrirtækið er með vottaða suðuaðila og suðuferla ásamt öflugu teymi rafvirkja og rennismiða sem hafa langa reynslu af vinnu fyrir stóriðju og annan iðnað.

Höfum komið að margvíslegum verkefnum fyrir jarðhita- og vatnsaflsvirkjanir á síðastliðnum árum. Má þar nefna viðgerðir á leiðiskóflum, rótorum og stærri viðhaldsverkefnum í orkuverum. VHE hefur verið í samstarfi við IMHP á Spáni, sem hafa áratuga reynslu af viðgerðum og viðhaldsverkefnum í orkuiðnaði.

Rafmagnsverkstæði VHE
Raflagnir og stýringar

Rafmagnsverkstæði

Á rafmagnsverkstæði okkar smíðum við töfluskápa allt eftir ykkar þörfum . Erum með mikla reynslu úr stóriðju og iðnfyrirtækjum af hvers konar raflagnavinnu og breytingum.

Rennibekkir og fræsingar

Renniverkstæði

Við erum með vel tækjum búið renni- og fræsiverkstæði þar sem við getum unnið stærstu vélahluti í bor- og fræsiverki sem er hið stærsta sinnar tegundar á landinu.

Erum með vélar til fjöldaframleiðslu á íhlutum, sérsmíðum eftir  teikningum eða getum boðið upp á að teikna/hanna fyrir ykkur.

Renniverkstæði VHE
Vélaverkstæði VHE
Öflugur búnaður og reyndir starfsmenn

Vélaverkstæði

Vélaverkstæði VHE annast viðgerðir og þjónustu á lyfturum, skotbómulyfturum og flest-öllum vinnuvélum auk þess að sjá um lagfæringar á vökva- og rafkerfum í tækjum.

Hönnun smíði uppsetning

Stálsmiðja

VHE er með stálsmiðju í Hafnarfirði og á Reyðarfirði. Önnumst öll helstu stálsmíðaverkefni.

Höfum mikla reynslu af uppsetningu stálgrindarhúsa, erum með stóran flota af lyftitækjum og krönum og mjög vanan mannskap í reisingu stálgrindarhúsa og annarra stálmannvirkja.

Stálsmiðja VHE stálgrindarhús
Vélsmiðja VHE
Vélar og vélalausnir

Vélsmiðja

Erum með langa og víðtæka reynslu í hönnun og smíði á sérhæfðum vélbúnaði fyrir álver og stóriðju og þjónustu við iðnaðinn.

UMMÆLI

Hvað segja viðskiptavinir okkar?

[elementor-template id="1215"]