Auðveldar hulsulosun

Grafíthúðun

Dregur verulega úr hættu á að steypujárn brenni við skauttinda og auðveldar hreinsun.
Grafíthúðun VHE
Fyrir ísteypingu

Grafíthúðun tinda

Grafíthúðunarbúnaður VHE húðar tinda á göfflum með þunnri blöndu af grafít efni áður en þeir eru steyptir fastir í forskautið með fljótandi steypujárni.

Vörn fyrir tindana

Minni hætta á að steypujárn brenni inn í tinda

Góð Grafíthúðun dregur verulega úr hættu á að steypujárnið brennist inní yfirborð tindanna, með tilheyrandi skemmdum, auk þess að tryggja auðvelda losun steypujárnsins “hulsunnar” eftir notkun í kerskála.

Grafíthúðun á tindum VHE
Grafíthúðun VHE
Grænni leið

Umhverfisvænni grafíthúðun

Áður fyrr notuðu álver gjarnan grafít duft með lífrænum leysiefnum sem þornaði fljótt við umhverfishita. Umhverfis- og öryggissjónarmið hafa að mestu séð til þess að þessi aðferð er ekki notuð lengur og í dag nota flest álver tilbúna grafít blöndu í vökvaformi.

Notkun vökva (vatns) sem þynningarefni hefur í för með sér nauðsynlega þurrkun. Þurrkun er hægt að framkvæma með ýmsum hætti s.s. með gas hiturum, rafhitun eða hitablæstri þar sem hitun tindanna þurrkar þunnt lag grafítfilmunnar.

Með hagræðingu og öryggi í rekstri að leiðarljósi

Rekstrarþjónusta

Eitt meginsvið í starfsemi VHE snýr að rekstrarþjónustu, viðhaldsverkefnum og umbótaverkefnum véla og búnaðar. VHE hefur frá upphafi gegnt veigamiklu hlutverki í verktakaþjónustu við íslensk álver og þannig komið að fjölmörgum úrbótaverkefnum sem hafa skilað viðskiptavinum okkar umtalsverðri hagræðingu.

Sem sérhæfður þjónustuaðili fyrir álversiðnaðinn í áratugi er því hægt að treysta að þar fara saman reynsla og hæfi.

Betri grafíthúðun

Jafnhátt á alla tinda

Grafítbúnaður VHE samanstendur af grafít tanki og síðan þurrkunarbúnaði. Grafít tankurinn inniheldur grafítblöndu og með lyftibúnaði er tanknum lyft undir gafflana með vökva eða loft- tjökkum þannig að grafít dreifist jafnhátt á alla tinda gaffalsins.

Grafíthúðun VHE
Grafíthúðun þurrkofn frá VHE

Sannað sig í álverum víða um heim

VHE hefur selt grafíthúðunarbúnað í álver á Íslandi, við Persaflóann og í Ástralíu