Leitaðu til VHE - við höfum lausnina

Fjölþættar lausnir fyrir
þjónustufyrirtæki

VHE hefur unnið að árangursríkum og farsælum lausnum með viðskiptavinum sínum í áratugi. Ef þú ert með verkefni þá komum við með lausnina.

Greiningar

Fjölþættar greiningar sem veita skýra sýn á stöðuna.

Endurhönnun

Endurhönnun og yfirferðir á ýmsum kerfum og kerfisteikningum

Forritun

Hönnun á stýringum og forritun á iðntölvum, gagnagrunnsforritun og PLC forritun.

Framleiðslufyrirtæki þurfa áreiðanleika og öryggi

Áreiðanlegur og öruggur búnaður

Það er eitt af markmiðum VHE að skila áreiðanlegum og öruggum lausnum til viðskiptavina sinna. Við leggjum mikið upp úr undirbúningi og hönnun áður en smíði og uppsetning hefst.

Öruggt viðbragð og skjótar lausnir

Stuttur viðbragðstími og unnið hratt að lausnum

VHE leggur áherslu á að bregðast hratt við beiðnum viðskiptavina þegar um framleiðslustopp er að ræða.

Við þekkjum það af eigin raun hver uppitími véla er mikilvægur.

Þjónustudeild býður upp á hraða viðhaldsþjónustu, viðgerðarþjónustu og varahlutasölu.

Þekking á stöðunni og áhættum mikilvæg

Áhættumat greiningar og viðbragðsáætlanir

Verkfræðistofa býður fjölbreyttar greiningar og eða endurbætur á núverandi búnaði auk gerð áhættumats og viðbragðsáætlana.

Viðbragðsáætlanir geta falið í sér hvernig hægt er að bregðast sem best við ef lykileiningar í ferlinu bregðast og hvernig hægt er að stytta niðurtíma eins og frekast er unnt.

Í mörgum tilfellum hafa verið pantaðir eða smíðaðir varahlutir sem gegna lykilhlutverki í mikilvægum framleiðslukeðjum.

Greiningar hjá VHE

Með öflugum greiningum og viðbragðsáætlunum má lágmarka áhættu af framleiðslustöðvunum

Reglulegt eftirlit

Yfirferð og eftirlit

VHE býður fjölbreytta þjónustu og þjónustusamninga við yfirferð og eftirlit með búnaði og tækjum, hvort sem þau eru framleidd og eða smíðuð hjá VHE eða ekki. Með reglubundnu eftirliti og yfirferð má minnka áhættu í rekstri og stjórnun framleiðsluferla.

Úttektir og eftirlit

Endurnýjun fyrir verkefni framtíðarinnar

Endurhönnun fyrir nútímann

Greiningar og stöðumat leiða oft í ljós að eldri búnaður og kerfi fela í sér aukna áhættu og rekstrarkostnað sem standast ekki nútíma kröfur. 

VHE hefur áralanga reynslu að breyta og bæta eldri framleiðsluferli með endurhönnun að hluta eða öllu leiti með nútíma kröfur um rekstrarafkomu og öryggi að leiðarljósi.

Endurhönnun hjá VHE

Verkfræðisvið VHE verkfræðingar teikning á borði
Frá upphafi til enda

Verkefnagreining

Tímasett verkefnaþrepun eða niðurbrot. Listi yfir hvað þurfi að gera sem verður rökræn beinagrind að því gerast þarf á verkefnatíma.

Hönnun og hugmyndir

Forhönnun (FEED)

(front-end-engineering-design) Hugmyndahönnun (concept) véla, búnaðar eða kerfa sem taka tillit til og lýsa hagkvæmni og virkni þess sem smíða skal.

Verkfræðisvið VHE verkfræðistofa verkfræðingar
Verkfræðisvið VHE verkfræðistofa verkfræðingar reysa stálgrindarhús
Hönnunar og framleiðslukostnaður

Kostnaðar- og framkvæmdagreining

Kostnaðarniðurbrot við hönnun, smíði og uppsetningu búnaðar og kerfa.

Frá hönnun að gangsetningu

Véla- rafmagns- og stýringahönnun

Fyrirtækið sér um hönnun bæði búnaðar og rafmagns auk forritunar búnaðar sem settur er upp hjá viðskiptavinum.

Rafmagnsverkstæði rafmagnstafla hönnun og uppsetning
Verkfræðisvið VHE verkfræðistofa verkfræðingar
Allt eins og það á að vera

Eftirlit með framkvæmdum og skjölun

Eftirlit með framgangi og umgengni á vinnustað - yfirferð dagskýrslna, stjórn verkfunda með fulltrúum verkkaupa og verktaka

Handbækur og CE vottun

Gagnagerð og CE vottun

Gerð handbbóka, teikninga, áhættugreininga, einlínumynda og skýrsla á verktíma.

Allar vélar sem VHE smíðar og setur upp eru með CE vottun.

Verkfræðisvið VHE verkfræðingar teikning á borði
Verkfræðisvið VHE verkfræðistofa verkfræðingar teikning á borði
Svo allt gangi vel

Verkefnastjórnun

Beiting ferla, aðferða, færni auk þekkingar og reynslu til að stýra og stjórna verkefnum sem eru bundnar við skilgreindan tíma og fjárhagsáætlun. Hjá fyrirtækinu starfa reynslumiklir og vottaðir verkefnastjórar.

Frá upphafi til enda

Smíði og uppsetning

VHE annast smíði og uppsetningu á vélum og búnaði ásamt mannvirkjum hvort sem þau eru hönnuð af verkfræðistofu VHE eða ekki.

Verkfræðisvið VHE verkfræðingar teikning á borði
Við erum til taks

Hafðu samband og fáðu ráðgjöf sérfræðinga