Beinni tindar spara orku

Tindaréttivél

Tindaréttivél tryggir að gaflar passi betur ofan í forskaut og spara þar með raforku.
Tindaréttivél frá VHE
Betri orkunýting

Rétting tinda á göflum fyrir forskaut

Tindaréttivél VHE réttir tinda með stigvaxandi réttingu sem tryggir öryggi réttingar á samsettum göfflum. Vandamál sem tindaréttir VHE leysir snýr ekki hvað síst að því tryggja að gaffallinn passi sem best í forskautið sem aftur kemur í veg fyrir að straumtap verði vegna lélegrar leiðni auk þess að margfalda endingu gaffla áður en að skipta þarf um tinda.

Nákvæmni í réttingum

96%

Dæmi um orkusparnað

21%
Tindar réttir fyrir hvern framleiðsluhring

Hentar öllum álverum

Tindaréttivél VHE hentar öllum álverum sem geta fljótt séð mun betri orkunýtingu með því að rétta tinda fyrir hvern framleiðsluhring.

Áratuga reynsla

Traustur og endingargóður búnaður

VHE hefur áratuga reynslu í hönnun, smíði og uppsetningu véla og búnaðar fyrir allar deildir álvera hér heima og erlendis.

Þannig hefur fyrirtækið selt vélar, búnað og þjónustu til yfir 30 álvera víða um heim.

VHE hefur verið í fararbroddi í hönnun og smíði tindaréttivéla fyrir mismunandi straumtækni.

Tindaréttivélar VHE eru hannaðar til að rétta tinda í litlum skrefum og krefjast því ekki sérstaks hitabúnaðar áður en tindar eru réttir. Tindaréttivélar VHE hafa verið í stöðugri þróun og vélar okkar smíðaðar fyrir flest þvermál tinda og hafa verið í notkun í áratugi víða um heim.

Tindréttivél frá VHE fyrir réttingu tinda á göfflum fyrir forskaut
Með hagræðingu og öryggi í rekstri að leiðarljósi

Rekstrarþjónusta

Eitt meginsvið í starfsemi VHE snýr að rekstrarþjónustu, viðhaldsverkefnum og umbótaverkefnum véla og búnaðar. VHE hefur frá upphafi gegnt veigamiklu hlutverki í verktakaþjónustu við íslensk álver og þannig komið að fjölmörgum úrbótaverkefnum sem hafa skilað viðskiptavinum okkar umtalsverðri hagræðingu.

Sem sérhæfður þjónustuaðili fyrir álversiðnaðinn í áratugi er því hægt að treysta að þar sem fara saman reynsla og hæfi.

Tindréttivél 3
Áhrifa rík lausn

Gafflar passa betur í forskautin

Með stöðugri notkun á tindaréttivél í ferlinu, má tryggja að gafflar passa betur í forskaut og auki líkur á að straumdreifing verði betri en ella. Ending gaffla eykst og tindaviðgerðir/suða á nýjum tindum minnkar.

Í öruggum höndum hjá VHE

Með nýjungum í stjórnbúnaði, mælibúnaði og hugviti hefur VHE hannað endurbætta tindaréttivél sem er mun ólíklegri til að brjóta tinda við réttingu. Skynjarar meta og mæla bognun tinda og er réttingin því gerð í litlum skrefum, en nóg til að yfirvinna bognunina sem verður í hverjum skauthring. Þessar vélar hafa þegar sannað sig og er leggréttivél VHE byggð á sambærilegri tækni og aðferðum við réttingu leggja.

Tindréttivél 4
Hentar öllum álverum

Lítil hætta á að tindar brotni

Tindaréttivél VHE gagnast öllum álverum, sérstaklega ef gafflar/tindar eru farnir að bogna innávið, sem gerist með tímanum.

Það er hægt að rétta gafflana aftur og ná þeim til baka í rétt mál.

Tindaréttivélin réttir bilið á milli innskeifra tinda um ca. 1-2 millimetra í hverjum skauthring.

Nýjungar í sjálfvirkni og mælingum

Rétting í öruggum áföngum

Með nýjungum í stjórnbúnaði, mælibúnaði og með hugviti hefur VHE hannað endurbætta tindaréttivél sem er mun ólíklegri til að brjóta tinda við réttingu. Skynjarar meta og mæla bognun tinda og er réttingin því gerð í litlum skrefum, en nóg til að yfirvinna bognunina sem verður í hverjum skauthring. Þessar vélar hafa þegar sannað sig og er leggréttivél VHE byggð á sambærilegri tækni og aðferðum við réttingu leggja.

Tindaréttivél frá VHE réttir tinda fyrir rafskaut fyrir ker í álverum
Tindaréttivél frá VHE
Áratuga reynsla

Vönduð þjónusta

Við þjónustum allar vélar sem við höfum selt, víðsvegar um heiminn.

Framleiðsla varahluta og tæknileg aðstoð er hluti af eftirfylgni og þjónustu okkar við viðskiptavini.

Öllum vélum fylgja ítarlegar notanda- og viðhaldsleiðbeiningar ásamt varahlutalistum með tilvísun í íhluta-teikningar.