Skautleifar hreinsaðar af skautgöfflum
Skautleifapressa
Betri hreinsun - betri nýting
Fjarlægir skaut af göfflum
Skautleifapressa VHE er sérhönnuð vél sem losar skautleifa af skautgöfflum.
Skautleifapressan sem staðsett er í framleiðslulínu er þungbyggð ásamt því að tjakkar og aðrir íhlutir eru hafðir í yfirstærð til að hámarka endingu og rekstraröryggi við losun skautleifanna.
Skautleifarnar falla niður á færiband inni í vélinni eða niður um trekt til frekara niðurbrots allt eftir óskum viðskiptavinar.
Skautleifar pressaðar af göfflum
Mjúkt og áreynslulaust
Ok-klemmur sem festar eru á þunga stálplötu hallast í sitthvora átt frá skautinu. Þegar skautið er komið inní vélina á réttan stað þá færast kjalkar með ok-klemmunum að skautinu með vökvatjökkum.
Gafflar ganga síðan út og undir okið og klemma það fast ásamt því að halda undir það á sama tíma og þykkar stálplötur færast niður á við og pressa skautleifina frá gafflinum.
Betra flæði og betri nýting
Fyrir álver
Skautleifapressa VHE hentar í öllum nútíma álverum og eykur nýtingu endingu á skautgöflum.
Fjarlægir skautleifar hratt og örugglega
Með skautleifapressu VHE í framleiðslulínu skautsmiðju hreinsast skautleifar hratt og örugglega af göfflum og með öflugu afsogskerfi og því að hafa hana lokaða á meðan vinnsluhring stendur er komið í veg fyrir að ryk og önnur óhreinindi sleppi út í vinnuumhverfið.
Með hagræðingu og öryggi í rekstri að leiðarljósi
Rekstrarþjónusta og viðhaldsþjónusta
VHE þjónustar allar vélar sem það hefur selt víðsvegar um heiminn. Framleiðsla varahluta og tæknileg aðstoð er stór hluti af eftirfylgni og þjónustu okkar við viðskiptavini. Öllum vélum fylgja ítarlegar notanda- og viðhaldsleiðbeiningar ásamt varahlutalistum með tilvísun í íhluta-teikningar
Ólíkar útfærslur í boði
Þrjár megin gerðir af skauleifapressum
VHE hefur smíðað og selt þrennskonar gerðir skautleifapressa. Ein gerð er hönnuð til að vera staðsett í framleiðslulínu álversins og er sjálfvirk, önnur gerð sem er handvirk má staðsetja þar sem hentar og þarf mannshöndin að stýra virkni hennar alfarið. Þriðja tegundin er fyrir skaut sem af einhverjum ástæðum eru utan vikmarka (off-spec anodes) og hafa verið tekin úr framleiðslulínu og þarf að fjarlægja skaut af skautgafflinum.
Mikilvægt að velja rétt
Byggt á þekkingu og reynslu í álverum um allan heim
VHE hefur áralanga reynslu af viðhaldi tækja og búnaðar í álverum og starfsmenn okkar hafa yfirgripsmikla reynslu og þekkingu á því til hvers er ætlast af þeim vélum sem þar eru notaðar. Skautleifapressa VHE er hönnuð og smíðuð með það í huga að hafa eins fáa hreyfanlega hluti og kostur er, hafa fáa öfluga tjakka og sterkbyggða slitfleti. Vélin er einföld og með gott aðgengi þar sem hönnun og hagkvæmni eru í forgrunni.
Varahluta- tækniþjónusta
Vönduð og áreiðanleg þjónusta
VHE þjónustar allar vélar sem það hefur selt víðsvegar um heiminn. Framleiðsla varahluta og tæknileg aðstoð er stór hluti af eftirfylgni og þjónustu okkar við viðskiptavini. Öllum vélum fylgja ítarlegar notanda- og viðhaldsleiðbeiningar ásamt varahlutalistum með tilvísun í íhluta-teikningar
Stenst kröfur um allan heim
Skautleifapressur VHE eru í notkun í álverum m.a. við Persaflóa og í Rússlandi.