Margfaldur sparnaður
Skauthefill
Nú þarf ekki lengur að henda hálfnotuðum skautum því Skauthefill-ASRM VHE hreinsar sveppi undan forskautum og bætir nýtingu skauta verulega.
Ójafn bruni er dýr
Hreinsun undir skautum
VHE hefur hannað og smíðað skauthefil-ASRM (Anode Spike Removal Machine). Búnaðurinn hreinsar “sveppi” (spikes) sem geta myndast undir forskautum á meðan þau eru í kerum kerskála.
Með auðveldum hætti og litlum tilkostnaði má stórbæta nýtingu skauta.
Mjög algengt er að skauthefill margborgi sig upp á fyrsta ári.
Ójafn bruni forskauta
Lausn á kostnaðarsömu vandamáli
Þekkt vandamál í kerskálum er að við ákveðnar aðstæður myndast sveppir undir forskautum og til að losna við þá hefur VHE hannað færanlegan skauthefil sem skefur sveppinn hvort sem skautið er heitt eða kalt.
Meðfærilegur og einfaldur
Auðveldur í notkun
Búnaðurinn er mjög auðveldur og þægilegur í notkun miðað við þann búnað sem hefur verið á boðstólnum hingað til. Hann hentar vel þar sem þörf er á að hreinsa skaut við eða nálægt kerinu sem skautið er í. Búnaðurinn er lyftaratækur og tengist við vökva- og rafkerfi lyftarans og er stjórnað með fjarstýringu í öruggri fjarlægð.
Samvinna við Trímet
Ísland - Þýskaland
Þróun þessa búnaðar var unnin í samvinnu við Trímet Aluminium í Þýskalandi og hefur hlotið einróma lof þeirra sem hafa tekið þennan búnað í notkun.
Öruggur sparnaður
Rekstrar- og viðhaldsþjónusta
VHE þjónustar allar vélar sem það hefur selt víðsvegar um heiminn. Framleiðsla varahluta og tæknileg aðstoð er stór hluti af eftirfylgni og þjónustu okkar við viðskiptavini. Öllum vélum fylgja ítarlegar notanda- og viðhaldsleiðbeiningar ásamt varahlutalistum með tilvísun í íhluta-teikningar
Stenst kröfur um allan heim
Skautfræs VHE er í notkun í álverum á Íslandi og víða í Evrópu.