Baðefni fjarlægt af skautleifum

Skauthreinsibúnaður

Skauthreinsibúnaður VHE er sérhönnuð samstæða sem fjarlægir og hreinsar baðefni af brunnum skautum.
Skauthreinsibúnaður keðjuhreinsivél
Baðefnin brotin af skautum

Fyrsta stig í skauthreinsun

Skauthreinsibúnaður VHE, stundum kallaður Baðhreinsibúnaður, samanstendur af nokkrum véla-einingum sem saman brjóta baðefni ofan af skautleifum og fjarlægja það með keðjubúnaði og blæstri.

Hentug lausn

Betri nýting

Eitt af vandamálum við notuð brunnin skaut er baðefni sem sest ofan á skautið og festist við það. Baðefni er einstaklega hart efni og er nauðsynlegt að fjarlægja það af skautleifinni áður en hún er svo brotinn niður til frekari vinnslu í “baðefnabróti”.

Skautleifar hreinsaðar af göfflum

Baðefnin fjarlægð

Þegar gaffall með skautleif og áföstu baðefni kemur inní vélina stöðvast hann fyrir framan brotbúnað sem er fyrsta stig hreinsunar skautleifa.

Skauthreinsibúnaður frá VHE inni í Jack
Betra flæði og betri nýting

Fyrir álver

Skauthreinsibúnaður VHE hentar í öllum álverum og tryggir skilvirka hreinsun skautleifa.

Skauthreinsibúnaður Jackhammer frá VHE
Brothamrar vinna verkið

Baðefnin moluð niður

Við fyrsta stig hreinsunar eru ýmist notaðir brothamrar eða brot-tennur sem mylja baðefnið gróflega og hluti þess fellur á brotgrind undir vélinni þar sem það er mulið vo það geti fallið niður um grindarmöskva niður á band til frekari flutnings.

Með hagræðingu og öryggi í rekstri að leiðarljósi

Rekstrarþjónusta og viðhaldsþjónusta

VHE þjónustar allar vélar sem það hefur selt víðsvegar um heiminn. Framleiðsla varahluta og tæknileg aðstoð er stór hluti af eftirfylgni og þjónustu okkar við viðskiptavini. Öllum vélum fylgja ítarlegar notanda- og viðhaldsleiðbeiningar ásamt varahlutalistum með tilvísun í íhluta-teikningar

Annað stig

Keðjur lemja baðefnin af

Á öðru stigi hreinsunar færist skautið yfir í næsta hreinsihólf þar sem keðjum á drifkefli er snúði þannig að þær slá það baðefni af sem er ofan á skautinu ásamt því að losa enn frekar það baðefni sem fast er á skautleifinni.

Skauthreinsibúnaður eftir Jackh frá VHE
Skauthreinsibúnaður end result frá VHE
Loka stig

Hreinsun með blæstri

Strax á eftir keðjuhreinsuninni er öflugum blástursbúnaði beitt til að blása laust baðefni ofan af skautleifinni.

Frekari vinnsla baðefna

Baðefnabrjótur tekur við

Allt baðefni sem losað er fellur niður á færibönd sem flytur það til frekari flutings og eftirvinnslu í „baðefnabrjóti“.

Baðefnabrjótur frá VHE fyrir álver
Skauthreinsibúnaður frá VHE
Varahluta- tækniþjónusta

Vönduð og áreiðanleg þjónusta

VHE þjónustar allar vélar sem það hefur selt víðsvegar um heiminn. Framleiðsla varahluta og tæknileg aðstoð er stór hluti af eftirfylgni og þjónustu okkar við viðskiptavini. Öllum vélum fylgja ítarlegar notanda- og viðhaldsleiðbeiningar ásamt varahlutalistum með tilvísun í íhluta-teikningar

Stenst kröfur um allan heim

Skauthreinsibúnaður VHE er í notkun í álverum m.a. USA.