Fræðsla vegna notkunar eftirlitsmyndavéla á öllum starfsstöðum VHE
Ábyrgðaraðili vöktunar er: VHE ehf Melabraut 21-27, 220 Hafnarfirði, sími 575-9700, netfang: vhe@vhe.is VHE ehf (hér eftir VHE) viðhefur rafræna vöktun á grundvelli lögmætra hagsmuna VHE í öryggis- og eignavörsluskyni.
Vöktun með eftirlitsmyndavélum er viðhöfð allan sólarhringinn á öllum starfsstöðvum VHE. VHE er ábyrgðaraðili vöktunarinnar og tryggir öryggi persónuupplýsinga þeirra sem vöktun sæta. VHE er umhugað að allir sem sæti vöktun séu þess varir og því gerir VHE grein fyrir vöktun með skýrum hætti samkvæmt leiðbeiningum persónuverndar á öllum vöktuðum svæðum Vöktunin fer fram á grundvelli lögmætra hagsmuna VHE í tengslum við eigna- og öryggisvörslu, sbr. 6. tölul. 9. gr. laga nr. 90/2018 og f-lið 1. mgr. 6. gr. reglugerðar (ESB) 2016/679. Vöktun er viðhöfð í þeim tilgangi að vernda hagsmuni VHE gagnvart skaða svo sem: skemmdarverkum, innbrotum ásamt því að tryggja öryggi starfsmanna og gesta. Við vöktun gætir VHE þess sérstaklega að gæta meðalhófs og ganga ekki lengra en þörf krefur til þess að virða einkalífsrétt þeirra er vöktun beinist að.
Ábyrgðaraðili vöktunarinnar er VHE.
Um eftirlitsmyndavélar fer skv. reglum nr. 50/2023 um rafræna vöktun. Unnið er með myndefni sem verður til við vöktunina þar sem sjá má einstaklinga sem hafa farið um hið vaktaða svæði og athafnir þeirra. Engum gögnum er safnað um einstaklinga og engin gögn eru geymd lengur en í þrjátíu daga nema sérstök rök séu færð fyrir því skv. 11. gr. fyrrnefndra reglna. Ákveðnir verkferlar eru um skoðun myndefnis úr öryggismyndavélum. Slíkt er einungis skoðað af þeim sem hafa skýra heimild til þess, sé tilefni til.
Réttur þeirra sem vöktun sæta
Sá sem sætt hefur rafrænni vöktun á rétt á að skoða myndbandsupptökur sem til verða um hann við vöktunina. Skal heimila skoðun jafn fljótt og auðið er og eigi síðar en innan eins mánaðar frá móttöku slíkrar beiðni. Þetta á þó ekki við ef réttur þess sem sætt hefur vöktuninni til að fá að skoða gögnin þykir eiga að víkja að nokkru eða öllu fyrir hagsmunum annarra en hans eigin og aðrar takmarkanir gildi ekki um aðgang á grundvelli laga. Er sérhver slík beiðni metin og tekin ákvörðun um hvaða upplýsingar eru veittar og hvernig fer með aðgang að þeim. Að öðru leyti fer um réttindi þín samkvæmt III. kafla laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, sbr. nánar ákvæði í III. kafla reglugerðar (ESB) 2016/679.
Viðtakendur
Vöktun með eftirlitsmyndavélum er viðhöfð allan sólarhringinn í rauntíma á skjá hjá viðeigandi starfsfólki VHE. VHE miðlar ekki persónupplýsingum sem verða til við rafræna vöktun nema með skýru samþykki viðkomandi eða ef mælt er fyrir um miðlun upplýsinganna í lögum. Efni með upplýsingum um slys eða refsiverðan verknað getur jafnframt, þegar við á verið afhent lögreglu, í slíkum tilfellum á við framlengdur vörslutími gagna.
Einnig getur efni verið afhent tryggingafélagi sé það nauðsynlegt vegna tryggingamáls. Sjá að öðru leyti 5. og 10. gr. reglna nr. 50/2023 um rafræna vöktun.
Réttur til að leggja fram kvörtun
VHE ehf
Þeir sem sæta rafrænni vöktun eiga rétt á að leggja fram kvörtun hjá Persónuvernd ef þeir telja að vinnsla persónuupplýsinga þeirra gangi gegn persónuverndarlögum, sjá vefsíðu þeirra www.personuvernd.is