Verkfræðideild VHE sinnir alhliða verkfræðiþjónustu, bæði sem stoðdeild innan VHE sem og fyrir almenna viðskiptavini.

Nálægðin og samvinnan við framkvæmdadeildir VHE hefur skerpt á raunfærni og kostnaðarvitund starfsmanna og hjálpað til við að þróa þá miklu þekkingu sem liggur innan deildarinnar.

Verkefni verkfræðideildar VHE hafa verið mjög fjölbreytt á undanförnum árum en meðfram allri almennri verkfræðiþjónustu hefur deildin sérhæft sig í hönnun og þróun á sjálfvirkum vélum og búnaði sem er í notkun í fjölmörgum álverum um allan heim. Einnig hefur deildin komið að þróun á minni efnaverksmiðjum ásamt sérhæfðum búnaði fyrir jarðvarmaveitur.

Helstu verkefni deildarinnar eru:

  • Verkefnagreining
  • Forhönnun, kostnaðargreining og framkvæmdagreining
  • Hönnun – Véla- rafmagns- og stýringahönnun
  • Eftirlit með framkvæmdum og skjölun
  • Gagnagerð og CE vottun
  • Verkefnastjórnun