Með tilkomu Alcoa Fjarðaáls, tók VHE yfir verkefni mannvirkjunarsviðs Malarvinnslunnar á Egilsstöðum.

Í framhaldi af því hóf fyrirtækið rekstur byggingadeildar á austurlandi. Skömmu síðar var steypueiningaverksmiðjan á Egilsstöðum keypt og hefur starfsemi hennar farið vel saman með annarri starfsemi mannvirkjasviðs á austurlandi.  Árið 2011 hófst svo starfsemi byggingadeildar VHE á höfuðborgarsvæðinu með kaupum á byggingafyrirtækinu Fonsa ehf.

Verkefni byggingadeildar VHE hafa verið fjölbreytt á liðnum árum og má þar nefna fjölmörg viðhalds- og byggingaverkefni s.s. byggingu skólahúss, hjúkrunarheimilis, íbúðarhúsnæðis og undirganga ásamt brúarsmíði og ýmsum viðhaldsverkefnum bæði á austurlandi og á höfuðborgarsvæðinu.VHE hefur einnig reist og klætt fjölmörg stálgrindarhús og á sú starfsemi fyrirtækisins sér yfir tuttugu ára sögu. Sem dæmi um verkefni á þessu sviði má nefna verslunarhúsnæðið á Korputorgi, kerskála Norðuráls í Helguvík, stækkun Ölgerðarinnar, verslunarhúsnæðið í Lindum og svo mætti lengi telja.