apríl 23 2018 0comment

Holutappinn opnar nýja möguleika í viðhaldi á jarðhita borholum

VHE hefur í samvinnu við HS-Orku hannað og smíðað holutappa sem gerir jarðvarma fyrirtækjum kleift að loka borholum á öruggan og fljótlegan máta.  Búnaðurinn er festur ofan á holulokann og tappanum er stungið í gegnum hann og niður í holuna. Þar er hann festur með tryggum hætti og skilinn eftir. Með þessu móti er hægt að sinna ýmsu viðhaldi og eftirliti svo sem útskiptum á holulokanum, skoðun á efsta hluta holunnar, sýnatöku ofl. VHE holutappinn hefur verið notaður við lokun og viðhald á borholum hjá HS-Orku með góðum árangri en fjölmörg önnur fyrirtæki hér á landi og erlendis hafa sýnt þessu verkefni áhuga.

 

vilhjalmur