apríl 23 2018 0comment

Heilsaðu Framtíðinni – VHE á sýningu í jarðvarmaiðnaði

Sem stofnmeðlimur í Íslenska Jarðvarmaklasanum mun VHE taka þátt í ráðstefnu um nýtingu jarðvarma, rannsóknir og þróun sem haldin verður 24 – 27 apríl næstkomandi.

Á ráðstefnunni verða hátt í eitt hundrað fyrirlesarar yfir tíu pallborðsumræður, ásamt vinnustofum. Ráðstefnugestir koma frá meira en fjörutíu löndum.

Samhliða rástefnunni verður haldin sýning þar sem ráðstefnugestir fá tækifæri til að kynna sér verkefni, þjónustu og tækjabúnað fyrirtækja í jarðvarma iðnaði og mun VHE vera með bás þar sem áhersla verður lögð á að kynna þjónustu við að loka borholum á öruggan máta á meðan skipt er um holutoppsloka og ýmsum viðhaldsverkefnum sinnt.

Búnaðurinn sem við munum kynna á sýningunni varð til við samvinnu verkfræðinga VHE og starfsmanna HS Orku. Búnaðurinn sem hefur verið prófaður af HS Orku hefur sannað gildi sitt og þörf í rekstri á jarðvarmaholum.

VHE hvetur alla til að koma og sjá það helsta í búnaði og þjónustu við jarðvarmavirkjanir þar sem Ísland er í fararbroddi.

vilhjalmur