Flokkur: Fréttir

apríl 23 2018 0comment

Holtsvegur 27, Garðabæ

VHE ehf. byggir í eigin reikning fullbúnar íbúðir í  10 íbúða fjölbýlishúsi. Á neðstu hæð hússins eru innbyggðir 3 bílskúrar og á lóð er bílageymsuhús fyrir 6 bíla. Stærðir íbúða er frá 80 – 164m2 Sala er hafin hjá Fasteignasölunni Hraunhamar. Afhending íbúða er í maí 2018.

apríl 23 2018 0comment

VHE hannar og smíðar nýja kynslóð réttingavéla fyrir álver

VHE tindaréttivélin er hönnuð til að rétta straumleiðara (tinda) í forskautum rafgreiningarkera. Hingað til hefur yfirleitt verið notuð sú aðferð að hita leiðarann með spanhitabúnaði áður en rétting fer fram. Það er gert til að minnka líkur á að sprungur myndist í efninu við réttinguna. Þetta hefur ýmsa ókosti í för með sér, bæði er […]

apríl 23 2018 0comment

Holutappinn opnar nýja möguleika í viðhaldi á jarðhita borholum

VHE hefur í samvinnu við HS-Orku hannað og smíðað holutappa sem gerir jarðvarma fyrirtækjum kleift að loka borholum á öruggan og fljótlegan máta.  Búnaðurinn er festur ofan á holulokann og tappanum er stungið í gegnum hann og niður í holuna. Þar er hann festur með tryggum hætti og skilinn eftir. Með þessu móti er hægt […]

apríl 23 2018 0comment

Heilsaðu Framtíðinni – VHE á sýningu í jarðvarmaiðnaði

Sem stofnmeðlimur í Íslenska Jarðvarmaklasanum mun VHE taka þátt í ráðstefnu um nýtingu jarðvarma, rannsóknir og þróun sem haldin verður 24 – 27 apríl næstkomandi. Á ráðstefnunni verða hátt í eitt hundrað fyrirlesarar yfir tíu pallborðsumræður, ásamt vinnustofum. Ráðstefnugestir koma frá meira en fjörutíu löndum. Samhliða rástefnunni verður haldin sýning þar sem ráðstefnugestir fá tækifæri […]