VHE kragavélin er byggð á svipaðri tækni og notuð er í róbótum. Þ.e.s. servó mótorar sem stýrðir eru frá tölvu, stjórna með nákvæmni og hraða, öllum hreyfingum vélarinnar. Við hönnun hverrar vélar er tillit tekið til mismunandi aðstæðna og óska viðskiptavinarins. Hægt er að velja hvort kragar eru gerðir úr áli eða pappa. Einnig ef hægt að fá auka rúllueiningu. Þá skiptir vélin sjálfkrafa yfir á nýja rúllu þegar sú fyrri klárast. Í sumum tilfellum er skauta-færibandið notað til að færa á milli tinda en einnig er hægt að láta vélina sjálfa færa sig milli tinda.