Gæðastjórnun

Gæðastefna VHE

Hlutverk

VHE er verktakafyrirtæki sem býður upp á alhliða þjónustu, nýsmíði og hönnun á sviðum véla-, rafmagns- og byggingariðnaðar fyrir einstaklinga, fyrirtæki og opinbera aðila. VHE starfar í alþjóðlegu samkeppnisumhverfi.

Gæðastefna

Stefna fyrirtækisins er að vera í hópi leiðandi fyrirtækja á sínu sviði og bjóða eftirsóknarverða þjónustu og vörur sem standast ýtrustu kröfur viðskiptavina.

Tilgangur

Tilgangur gæðastefnu VHE er að tyggja að gæði vöru og þjónustu séu í samræmi við væntingar og kröfur viðskiptavina.

Umfang

Gæðastefnan tekur til allrar þeirrar vinnu sem unnin er í nafni VHE og allra starfsmanna fyrirtækisins.

 

Markmið

Markmið gæðastefnu VHE:

 • Veita viðskiptavinum faglega þjónustu.
 • Skila umsaminni þjónustu á umsömdum tíma.
 • Starfsmenn starfi eftir lögum, reglugerðum og þeim stöðlum sem í gildi eru.
 • Búa starfsmönnum öruggt starfsumhverfi

Leiðir að markmiðum:

 • Vinna stöðugt að umbótum innan fyrirtækisins með aðferðum gæðastjórnunar.
 • Viðhalda gæðahandbók með verkferlum og verklýsingum sem unnin er með hliðsjón af ISO 9001:2008.
 • Framkvæma reglulegar úttektir á vinnuferlum og verklagsreglum.
 • Rýna þarfir og væntingar viðkiptavina í upphafi verka.
 • Bregðast fljótt við óskum viðskiptavina og tryggja góð samskipti við viðskiptavini.
 • Útbúa, uppfæra og fylgja verkáætlunum.
 • Starfsmenn fyrirtækisins hljóti þjálfun og búi yfir hæfi til að sinna þeim verkefnum sem fyrirtækið tekur að sér.
 • Allir starfsmenn sitji nýliðakynningu þar sem öryggisreglur fyrirtækisins eru kynntar.
 • Gerð áhættumata fyrir alla vinnustaði og virkt öryggiseftirlit.

 

Ábyrgð

 • Framkvæmdastjóri VHE ber ábyrgð á gæðastefnu fyrirtækisins.
 • Gæðastjóri ber ábyrgð á innleiðingu gæðastefnunnar og beitir til þess viðeigandi stöðlum og verkferlum.
 • Allir starfsmenn (Sérhver starfsmaður) VHE bera ábyrgð á að fylgja þeim vinnuferlum sem tryggja eiga framkvæmd gæðastefnunnar.

 

Endurskoðun

Stefnu þessa skal endurskoða árlega til að tryggja að hún samræmist markmiðum VHE á hverjum tíma.

untitled
Norðurál 2014

Guðrún Ólafsdóttir
VHE – Gæðastjórn
gudruno@vhe.is
S: 5759759