VHE veitir alla almenna þjónustu á vélasviði á austurlandi

Þar má nefna stálsmíði, smíði úr áli og ryðfríu stáli, viðhald og viðgerðir á vélbúnaði og fartækjum, smíði og viðgerðir á vökva- og lofttjökkum, vökvadælustöðvum, vökva- og loftlögnum ofl. VHE rekur einnig rafmagnsverkstæði sem sinnir allri almennri raflagnsvinnu ásamt töflusmíði, uppsetningu búnaðar og viðhaldi. Okkar starfsfólk hefur víðtæka reynslu í véla- og rafmagnsvinnu fyrir iðnfyrirtæki jafnt sem byggingaraðila.

Smiðja VHE á Reyðarfirði er staðsett í nýju rúmgóðu húsnæði, rétt utan við girðingu álvers Alcoa Fjarðaáls.

Aðalverkefni smiðju VHE á Reyðafyrði er ýmis þjónustan við álverið s.s.:

 • Viðhald og endurbætur á búnaði
 • Viðgerðir á búnaði
 • Nýsmíði ýmis konar
 • Viðgerðir á kerkápum
 • Viðgerðir á göfflum (leiðurum í forskaut)
 • Sandblástur og málun
 • Viðhald og viðgerðir á tjökkum og vökvabúnaði

 

Múrverkstæði VHE á Reyðarfyrði sér um endurfóðrun og viðhald á áltökudeiglum fyrir kerskála og járndeiglum í skautsmiðju ásamt ýmsum viðgerðum og viðhaldi á rennum og búnaði.
Á verkstæðinu eru framleiddar forsteyptar einingar sem notaðar eru til að fóðra deiglur og einnig í rennukerfi steypuskála. Múrverkstæðið hefur yfir að ráða bökunarofni þar sem forsteyptar einingar eru bakaðar áður en þær eru teknar í notkun.

Viðgerðir og endurfóðrun rafgreiningarkera fyrir kerskála Alcoa Fjarðaáls er töluvert umfangsmikill hluti af starfsemi fyrirtækisins á Reyðarfirði. Inná svæði Alcoa starfrækir VHE kersmiðju sem sér um að aftengja ker, brjóta múr og fóðringu úr þeim, hreinsa og edurfóðra.

Þegar kerskelin hefur verið hreinsuð og sandblásin þá er hún flutt inná verkstæði VHE þar sem skipt er um hluta af henni og hún yfirfarin og lagfærð eftir því sem við á hverju sinni.

Þaðan fer kerskelin aftur inní kersmiðjuna. Þar er hún fóðruð uppá nýtt og bakskautaleiðurum komið fyrir í botni kersins. Kerið er svo flutt aftur inní kerskála, tengt við rafleiðara skálans og forhitað áður en framleiðsla getur hafist.

VHE rekur steypueiningaverksmiðju á Egilsstöðum. Einingaverksmiðjan framleiðir einingar af fjölmörgum stærðum og gerðum sem henta jafnt fyrir íbúðarhúsnæði sem aðrar byggingar.
Verksmiðjan framleiðir einnig sérhannaðar einingar af ýmsum gerðum s.s. tröppueiningar, stoðveggi, stagfestur og undirstöður og margt fleira.

VHE hefur yfir að ráða fullkominni sandblásturs- og málningaraðstöðu á Reyðarfirði. Þessi aðstaða skiptir miklu máli þegar kemur að gæðum málunar og yfirborðsmeðhöndlunar á málmhlutum og stálsmíði almennt.

VHE býður uppá ýmsa tækniþjónustu á starfstöð fyrirtækisins á Reyðarfirði s.s. hönnun og endurbætur á búnaði og ferlum, verkefnastjórn, gerð þarfa- og kostnaðargreininga, gerð útboðsgagna og margt fleira.

Verslun VHE á Reyðarfirði býður uppá fjölbreytt vöruúrval þar sem áhersla er lögð á þjónustu við viðskiptavini okkar á austurlandi.

Meðal þess sem verslunin býður uppá er:

 • Glussaslöngur og fittings fyrir vökva og loft
 • Rafsuðubúnað (pinna, rúllur og rekstrarhluti frá Kemppi)
 • Skurðar, slípi og flipaskífur  í 125mm og 180mm Rokka
 • Enfavörur, Rocol, bandsgarolíur, Fine Lube, WD40, Sápur í olíuþvottastöðvar o.f.l.
 • Málningarvörur | Skipalakk | Tveggjaþátta málningar | Penslar , límbönd
 • Úðabrúsa lakk, 8 Ral tegundir sem tengjast Alcoa
 • Öryggisfatnaður og búnaður, hanar, gleraugu o.f.l.
 • Þéttingar (tjakkaþéttisett) O-hringi, skraphringir, pakkdósir ofl.
 • Verkfæri frá Kamasa
 • Wurth vörur
 • Legur SKF, Timken
 • Bolta lager | 8.8 -10.9 – 12.9 , rær, skinnur ofl.
 • Gúmmílistar yfir 40 tegundir sem hægt er að panta (Sýnishorn í verslun).
 • Járnsala | plötur , prófílar , flatjárn osvfrv.
 • Öll þjónusta frá Landvélum í boði
 • Öll þjónusta frá Fálkanum í boði
 • Öll þjónusta frá PON í boði
 • Öll þjónusta frá Ísold í boði

Tengiliðir á Austurlandi

Verkfræðiþjónusta

Ingólfur Hreinsson
Mechanical Engineer B.Sc
ingolfur.hr@vhe.is
+354 843 8873

Karitas Erla Valgeirsdóttir
Vélaverkfræðingur
karitas@vhe.is
+354 843 8874

Skrifstofa

Hjalti Kristinn Unarsson
Framkvæmdastjóri
hjaltikr@vhe.is
+354 843 8825