Annað

Annað

Reynsla

Í meira en tvo áratugi hefur VHE veitt álfyrirtækjum og öðrum fyrirtækjum, faglega og fjölbreytta þjónustu á hinum ýmsu sviðum.

Í upphafi snérist þessi þjónusta aðallega um viðhald og viðgerðir á vélasviði en með árunum hefur orðið mikil breyting á.

Verkfræðideild VHE hefur vaxið mjög en í upphafi sinnti hún aðallega véla- og rafmagnshönnun ásamt forritun stýrivéla og skjákerfa.
Í dag veitum við alla almenna verkfræðiþjónustu þessu til viðbótar, svo sem þarfagreiningu, kostnaðargreiningu, gerð verkáætlana, umsjón ÖHU mála við verkefni og framkvæmdir, eftirlit með framkvæmdum, verkefnastjórnun, úrlausnir vandamála, skjalagerð og margt fleira.

Verkfræðideild VHE hefur komið að fjölmörgum krefjandi verkefnum sem fyrirtækið hefur unnið að á liðnum árum og leikið lykilhlutverk í þeirri markvissu viðleitni VHE, að uppfylla ýtrustu óskir og kröfur viðskiptavina okkar og veita faglega þjónustu á sviði heildarlausna.

  • Starfsemi VHE er mjög fjölbreytt en innan fyrirtækisins starfa eftirtaldar deildir
  • Verkfræðideild
  • Vélaverkstæði / Smiðja
  • Renniverkstæði
  • Vökva- og tjakkaþjónusta (Nýsmíði og viðgerðir)
  • Fartækjaverkstæði
  • Rafmagnsverkstæði
  • Rafeindaverkstæði
  • Byggingadeild

Þessi fjölbreytileiki gerir fyrirtækinu kleift að fást við margs konar verkefni, hvort heldur sem er, smærri smíða- eða viðhaldsverkefni eða stór alverk þar sem krafist er aðkomu margra mismunandi fagaðila.

VHE er lausnamiðað fyrirtæki sem hefur á að skipa fjölmörgu hæfileikaríku og duglegu fagfólki.
Vél- og mælibúnaður VHE, sem sérhannaður er fyrir álver er löngu orðin vel þekktur. Hann er í notkun hjá fjölmörgum fyrirtækjum í yfir tuttugu löndum í sex heimsálfum af sjö. Sem sagt við höfum ekki enn selt vélar eða búnað til Suðurskautslandsins, en það kemur.

2014-08-29 15.31.09
CIMG2431