Í meira en tvo áratugi hefur VHE veitt álfyrirtækjum og öðrum fyrirtækjum, faglega og fjölbreytta þjónustu á hinum ýmsu sviðum.

Í upphafi snérist þessi þjónusta aðallega um viðhald og viðgerðir á vélasviði en með árunum hefur orðið mikil breyting á. Verkfræðideild VHE hefur vaxið mjög en í upphafi sinnti hún aðallega véla- og rafmagnshönnun ásamt forritun stýrivéla og skjákerfa. Í dag veitum við alla almenna verkfræðiþjónustu þessu til viðbótar, svo sem þarfagreiningu, kostnaðargreiningu, gerð verkáætlana, umsjón ÖHU mála við verkefni og framkvæmdir, eftirlit með framkvæmdum, verkefnastjórnun, úrlausnir vandamála, skjalagerð og margt fleira.

VHE hefur á undanförnum tveimur áratugum unnið að fjölmörgum verkefnum, tengdum skautsmiðjum álvera, hér á landi og erlendis. Má þar nefna hönnun, smíði og uppsetningu á einstökum vélum og búnaði inní framleiðslulínu viðkomandi álvers, ásamt stærri verkefnum þar sem um er að ræða gagngerar breytingar á fyrirkomulagi og búnaði. Við sérhæfum okkur í heildarlausnum sem innifela allt frá undirbúningsvinnu til hönnunar á vélum og búnaði, smíði, uppsetningu og gangsetningu.  Með tilkomu byggingadeildar VHE bjóðum við einnig uppá heildarlausnir sem innifela breytingar á byggingum og steypuvirki. Í öllum tilfellum er um að ræða krefjandi verkefni sem þarfnast nákvæmrar skipulagningar og verkstýringar til að sem minnst truflun verði á annarri starfsemi.

Ýmsar vélar og verkefni f. Skautsmiðjur:

 • Aluminium Bahrain – Skautleifapressa – Skautbrjótur – Baðefnabrjótur Færibönd ofl.
 • Century Aluminum BNA – Tindaréttivél – Leggréttivél – Steypubúnaður
 • Qatar Aluminium – Kragavélar – Viðbygging við skautsmiðjuna – skautleifapressa – Afsogsbúnaður  ofl.
 • RTA Íslandi – Gagngerar breytingar í skautsmiðju sem innifólu 8 nýjar vélar og breytingar á öðrum búnaði og byggingu.
 • RTA – Hulsupressa – Leggréttivél – Tindaréttivél – Tindasög – Tindasuðubúnaur (Robot Welding) – Skautstaflari – Kragaásetningavél – Kragafyllivél – Gagngerar endurbætur á baðhreinsivél – Endurbætur á skautleifapressu – Færibönd og snúningsborð – Breytingar og endurbætur á steypulínu – Samsetningastöð fyrir gaffla og skaut – Breytingar og uppsetning á hengibrautum – Gagngerar endurbætur á haglablásara – Laser merking skautleggja – Skautfræs – Grafít húðun og þurrkun – Holuhitun skauta – Leggburstavél – ofl.
 • Century Aluminium Norðurál – Steypustöð fyrir gaffla/skaut – Kragaásetningavél – Kragafyllivél – Grafít húðun – Baðefnabrjótur – Lyti- og snúningsborð – Færibönd og ýtar fyrir skaut ofl. – Gagngerar endurbætur á haglablásara –
 • Alcoa Fjarðaál – Tinda- og leggviðgerðir ofl.
 • Tomago Aluminium Ástralíu – Grafít húðun og hitun
 • Mozal Mozambique – Tindaréttivél
 • Balco Indlandi – Tindasög – Sjálfvirku tindasuðubúnaður
 • Söral Noregi – Kragaásetningarvél – Kragafyllivél – Tindasög
 • Rusal Rússlandi – Hulsupressa – Skautleifapressa
 • Alcan Sviss – Legg- og tindaréttivél – Tindasög – Skauthreinsibúnaður (eftir bökun)
 • Emal UAE – Tindaréttivél
 • Alro Rúmeníu – Tindaréttivél
 • Kubal Svíþjóð – Tindaréttivél
 • Sohar Aluminium Oman – Grafít Húðun
 • Verkfræðiþjónusta – Véla- og rafmagnshönnun – Forritun stýrivéla ofl.
Þar sem margar gerðir og útfærslur eru til af forskautum og göfflum og vinnuhraði framleiðslulína mislangur þá hentar sami skauthreinsibúnaður ekki öllum tegundum skauta.

VHE hefur hannað tvær mismunandi gerðir af baðhreinsivélum sem henta mismunandi skautum og tindaútsetngu.

 • Þar sem tindar eru í einni línu hentar þessi vél mjög vel.
  • Í fyrsta hreinsifasa eru kjálkar með tönnum sem ganga saman og innundir baðefnið. Þeir lyftast lítillega í restina og brjóta þannig baðefnið upp. Þessi aðferð er mjög fljotvirk og hentar vel þar sem gerð er krafa um stuttan vinnuhring. Einnig hefur þessi aðferð þann kost að mjög lítil rykmyndun verður við hreinsunina. Kjálkarnir ganga ekki fram á vagni eða vögnum heldur hreyfast þeir á legu, um einn ás. Þetta minnkar til muna viðhald og eykur endingu búnaðarins.
  • Hægt er að hafa forbrjót undir forhreinsunarklefanum.
  • Í öðrum fasa hreinsunarinnar eru keðjuhjól notuð til að fínhreinsa skautið. Keðjuhjólin eru alls sex eða þrjú hvoru megin og beinast að skautinu frá mismunandi horni.
  • Í þriðja og síðasta fasa hreinsunarinnar eru þrjár raðir af loftstútum sem blása ryki og lausu efni af skautinu. Skautið er kyrrt en lofinu er blásið í eins konar bylgjum á skautið. Þar sem skautið er kyrrt þá er mun auðveldara að koma í veg fyrir að ryk komist út úr klefanum á meðan á hreinsun stendur.
 • Ef tindar eru ekki í beinni línu er hreinsun baðefnis yfir höfuð tímafrekari og flóknari. VHE hefur hannað sjálfvirkan búnað til að hreinsa baðefni af skautum hvort sem um er að ræða 4x “spider“, 2×3 eða annað.
  • Þegar skautið kemur inn í forhreinsiklefann þá er því lyft lítillega upp og situr þá á borði þar sem hægt er að snúa því. Vökvahamrarnir ganga fram og brjóta baðefnið af. Öllum hreyfingum er stýrt frá stjórntölvu vélarinnar og hægt er að breyta og þróa hreinsiferilinn eftir mismunandi gerðum skauta og fenginni reynslu á hverjum stað.
  • Hægt er að hafa forbrjót undur hreinsiklefanum ef þess er óskað.
  • Hér fer skautið beint úr fyrstu hreinsun, í loftblástursklefa en þar eru þrjár raðir af loftstútum sem blása ryki og lausu efni af skautinu. Skautið er kyrrt en lofinu er blásið í eins konar bylgjum á skautið. Þar sem skautið er kyrrt þá er mun auðveldara að koma í veg fyrir að ryk komist út úr klefanum á meðan á hreinsun stendur.

Baðefnabrjótar VHE eru einfaldir og sterkbyggðir. Öflugum brotörmum er komið fyrir á öxli sem
hreyfður er fram og til baka með vökvatjökkum. Vökvatjakkarnir eru staðsettir utan við brot-húsið á sitt
hvorum enda öxulsins og því í skjóli fyrir ryki og óhreinindum. Fyrsti baðefnabrjóturinn var
smíðaður og settur upp árið 2002 og
hefur verið í stöðugri notkun síðan.
VHE hefur hannað og smíðað skautleifapressur af ýmsum gerðum.
 • VHE skautleifapressan er sterk- og þungbyggð vél, gerð til að endast. Við hönnun vélarinnar var sérstaklega haft í huga að:
  • Gera hana eins einfalda og hægt væri og minnka þannig viðhald.
  • Fækka tjökkum og slitflötum
  • Gera viðhald eins einfalt og þægilegt og mögulegt væri
  • Hafa hana þungbyggða og alla íhluti í yfirstærð til að hámarka endingu og rekstraröryggi
  • Hanna hús og afsogsbúnað til að koma í veg fyrir að ryk og óhreinindi sleppi frá henni.
 • Handvirka skautleifapressan okkar hentar einkar vel sem varabúnaður. Hún er sterkbyggð og þægileg í notkun. Hægt er að fá hana fyrir flestar gerðir gaffla / Skauta.
 • VHE hefur einnig smíðað sérhannaða skautleifapressu þar sem unnið er með skaut og gaffla sem af ýmsum ástæðum, ekki er hægt að keyra í gegnum aðal framleiðslulínuna. (off-spec anodes)
Keðjuhreinsibúnaður VHE er annars vegar hugsaður til að hreinsa kragaefni af tindum, þar sem ekki er æskilegt að efnið blandist skautleifum.

Hins vegar er keðjuhreinsibúnaður einnig notaður til að fullhreinsa skautleifa og er þá hluti af baðhreinsivél VHE.

VHE hefur hannað og smíðað ýmsar gerðir af leggréttivélum til að uppfylla mismunandi kröfur frá viðskiptavinum. Fjölása leggréttivél VHE er hönnuð til að rétta legginn mjög nákvæmlega. Þá er leggurinn mældur og röð af tjökkum sitt hvoru megin í vélinni, rétta legginn. Eftir að leggurinn hefur verið mældur þá reiknar stjórntölva vélarinnar út réttingaferlið og hversu mikið þarf að yfirbeygja legginn til að hann verði réttur.

Ef kröfur um nákvæmni í réttingu leifa þá getur einfaldari útfærsla einnig hentað vel. Þá er gafflinum snúið um 45° þegar hann er kominn í vélina og öflugir kjaftar ganga saman og rétta allar hliðar leggsins. Með þessari aðferð getur skekkja verið u.þ.b. 15mm á miðjum legg.

Hægt er að bæta búnaði við báðar gerðir VHE Leggréttivéla, til að rétta okið þannig að það sé í hornrétt- og í línu við legginn.

VHE hefur hannað og smíðað tvær gerðir af hulsupressum. Þessar vélar eiga það þó sameiginlegt að vera sterkbyggðar og hannaðar til að endast.

Nýjasta hulsupressan frá VHE er gerð fyrir 3ja tinda gaffla en auðvelt er að aðlaga hana að annars konar tindaútsetningu.

Vélin brýtur allar hulsur af samtímis og sparar þar með tíma og búnað þar sem ekki þarf að færa skautið eða vélina úr stað til að ná öllum hulsum af.
Sex kjaftar ganga fram sitt hvoru megin við skautið og halda við hulsurnar. Einn öflugur vökvatjakkur lyftir undir tindana og brýtur hulsurnar af. Með því að hafa einn tjakk er tryggt að átak á alla tinda verði samtímis og ekki hætta á að okið eða leggurinn bogni.
Viðhaldskjaftarnir eru með útskiptanlegum slitplötum og yfir brot-tjakknum er hlíf sem hleypir engum óhreinindum niður á tjakkinn.

Búnaðurinn er sterklega hannaður til að tryggja langan líftíma og lágmarksviðhald.

VHE hefur einnig hannað og smíðað hulsupressur þar sem ein hulsa er brotin af í einu. Slík vél er að vonum einfaldari að gerð en getur verið góður kostur þar sem krafa um afköst leyfir.

Leggburstavélar VHE eru sérhannaðar eftir þörfum viðskipta vina okkar. Í sumum tilfellum getur skautið snúði á tvo vegu í kerinu og þá þarf að bursta tvær hliðar leggsins. Algengt er að hreinsa þurfi innsetningarstrik af leggnum, annaðhvort krítar- eða blekmerkingar. Einnig þarf að velja réttu burstana með tilliti til efnisgerðar gaffalleggjanna.
VHE tindasögin er alsjálfvirk sög, hönnu til að saga skemmda tinda af skautgöfflum, án þess að gafflarnir séu teknir úr hengibrautum.Sögin notar bandsagarblað sem gerir það að verkum að hún er mjög hljóðlát. Sagarblöðin eru ódýr og af staðlaðri gerð sem hægt er að nálgast nánast hvar sem er í heiminum. Sögin getur sagað tinda í mismunandi hæð en einnig er hægt að nota hana til að jafna lengdir tindanna ef þörf er á. 

Í flestum tilfellum eru strikamerki límd á gafflana áður en þeir fara inní sögina. Á strikamerkinu kemur fram hvaða tind- eða tinda á að saga og í hvaða hæð. Þannig er hægt að merkja alla gaffla í viðgerðarlínunni, í einu. Sögin les svo merkið og sagar samkvæmt því.

VHE Tindasuðubúnaðurinn er hugsaður sem hluti af tindaviðgerðalínu þar sem tindar eru fyrst sagaðir af í VHE- tindasöginn. Eins og tindasögin, þá les búnaðurinn strikamerki á gafflinum þegar hann kemur inní suðuklefann. Á strikamerkinu koma allar nauðsynlegar upplýsingar fram, s.s. hvaða tind á að sjóða og í hvaða lengd.

Búnaðurinn samanstendur af tveimur róbótum sem báðir eru búnir suðubyssum. Annar róbótinn er einnig með griparm til að sækja tinda og stilla þeim upp á réttan stað.
Suðubúnaðurinn er gerður til að sjóða tinda á, án þess að taka gaffla úr hengibrautinni.

VHE hefur hannað og smíðað fjölmargar gerðir af færiböndum, keflaböndum, lyftiborðum, snúningsborðum, ýtum, hristimöturum og örðum flutningsbúnaði fyrir viðskiptavini hér á landi og erlendis.

Oftast er um sérhannaðan búnað að ræða þar sem útfærsla miðast við þarfir hvers viðskiptavinar.

VHE framleiðir ekki hengibrautir en við höfum langa reynslu í uppsetning hengibrauta, viðhaldi og þjónustu. VHE hefur einnig hannað ýmis konar burðarvirki fyrir hengibrautir, breytingar og sér-viðbætur þar sem staðlaður búnaður uppfyllir ekki þarfir viðskiptavinarins.
VHE hefur langa reynslu í hönnun og uppsetningu aðgangsstýrikerfa þar sem tryggja þarf öryggi starfsfólks. Aðgangsstýringar okkar byggja á samspili aðgangshindrana og aðgangshliða annars vegar, og hins vegar raf- og stjórnbúnaðar sem tryggir að aðgengi sé aðeins mögulegt við öruggar kringumstæður. VHE aðgangsstýrikerfi uppfylla ýtrustu kröfur sem gerðar eru til slíks búnaðar í Evrópu.
VHE hefur hannað mismunandi gerðir búnaðar til að hengja upp og taka gaffla niður úr hengibrautum, t.d. þar sem gafflar með skautleifum koma inní skautsmiðju á bökkum eða vögnum og ný skaut frá skautsmiðju eru tekin niður og sett á bakka til að flytja í kerskála.

Í öðrum tilfellum getur verið nauðsynlegt að taka skautgaffla úr hengibrautum til viðgerða eða vegna þess að ákveðinn búnaður í framleiðslu- eða viðgerðarlínunni getur ekki unnið með gafflana nema losa þá úr brautinni.

VHE járnhreinsibúnaðurinn samanstendur af tvískiptri innhellirennu og hristirennu sem matar efni inní tromlu. Tromlunni er snúið með öflugum gírmótor og skóflur í hliðum hennar lyfta járninu upp á hæfilegum hraða þar til það fellur aftur niður í miðja tromluna. Þannig veltist efnið til, óhreinindi losna af og yfirborð járnsins er hreinsað.

Innhellirennan getur annars vegar beint efninu að tromlunni eða framhjá henni og lendir þá efnið óhreinsað í dalli við hlið tromlunnar. Þetta er hugsað til að ekki þurfi að stöðva mötun á hulsum frá hulsubrjót þegar sinna þarf viðhaldi á hreinsitromlunni.

Tromlan sjálf er tvöföld. Annars vegar er hreinsitromlan sjálf sem snýst og hins vegar ytra byrði sem hreyfist ekki. Sjálf hreinsitromlan (innri tromlan) er smíðuð úr götuðum plötum þannig að óhreinindi sem losna af hulsunum myljast niður og falla í gegnum götin, niður í trektlagaðan botn ytra byrðisins. Þaðan er efnið flutt með snigli í sekk.

Undir sekknum sem tekur við efninu frá hreinsitromlunni, er vog sem segir til um hvenær sekkurinn er fullur.

Við úttak hreinsitromlunnar er tvískipt færiband sem matar annars vegar tóma dalla að úttaki tromlunnar og færir hins vegar, fulla dalla frá tromlunni. Dallar eru settir á, og teknir af bandinu með lyftara.

Að hæfilegum tíma liðnum er tromlan stöðvuð og henni snúið í gagnstæða átt. Þá ýta skóflurnar hreinsuðu efninu út þar sem það fellur í tóman dall á færibandinu.


VHE hefur langa reynslu í hönnun og smíði tindaréttivéla sem eru í notkun í álverum um allan heim. Við höfum reynslu í smíði tindaréttivéla  fyrir hvaða tindaútsetningu sem er, 2ja – 4ra tinda í línu, 4 x spider, 6x spider osfrv. VHE hefur hannað og smíðað tindarettivélar með spanhitabúnaði þar
sem tindar eru forhitaðir áður en þeir fara inní réttipressuna.
 

Þessar vélar geta ekki verið inní sjálfri framleiðslulínunni þar sem hitunartími er of langur. Í dag eru flestar okkar tindaréttivélar án hitunar og eru staðsettar inní framleiðslulínunni. Þannig eru tindar réttir lítillega í hvert sinn sem þeir koma inní skautsmiðjuna. Þá safnast ekki upp  skekkja í tindum sem getur leitt til lakari gæða í samsetningunni. Þar sem bognun tinda er í flestum tilfellum innan við 1mm eftir hverja notkun í rafgreiningarkeri þá þarf mjög lítið að rétta í hvert skipti. Þegar gaffallin fer svo aftur í notkun þá afspennist efnið í hita rafgreiningarkersins. Allar VHE tindaréttivélar eru með öflugum viðhaldsbúnaði sem kemur í veg fyrir að vélin geti beygt okið

VHE hefur hannað og smíðað allmargar grafíthúðunarvélar á liðnum árum. Í upphafi voru þessar vélar nokkuð
flóknar að gerð með sjálfvirkum mæli- og blöndunarbúnaði.  Í nýjustu útfærslum okkar höfum við hins vegar
horfið aftur til einfaldleikans þar sem við notum forblandað grafít og stillum 
húðunarhæð með laser mælingu
sem ákveður 
hversu hátt húðunartanknum er lyft. Hægt er að fá, með vélinni, búnað til að þurrka grafítið.
Í sumum tilfellum eru hitaklefar notaðir til að þurrka 
efnið en þar sem pláss er takmarkað getur rafhitað loft
verið betri lausn. Þá eru sérstakir iðnaðar-hitablásarar notaðir og lofti stýrt að hverjum tindi, 
frá tveimur hliðum.
.
VHE hefur hannað og smíðað samsetningarstöðvar af ýmsum gerðum til að setja gaffla í skaut, áður en tindar eru steyptir í kautið. Yfirleitt er um að ræða yftiborð sem lyftir skautinu uppundir gaffalinn og stýringu sem passar að tindarnir hitti í götin. Í sumum tilfellum er gafflinum slakað ofaní skautið með lyftu í hengibrautinni. Hér er mikilvægt að stýring gafflasins sé einföld og örugg þannig að ekki komi til truflana vegna þess að tindar hitti ekki í götin en sitji ofan á skautinu
þegar kemur
að steypun.
VHE hefur hannað og smíðað steypubúnað til að steypa saman skaut og gaffla. Steypubúnaður VHE samanstendur af deigluvagni, stjórnhúsi, samsetningarstöð, færiböndum, miðjusetningarbúnaði og gaffalklemmu.

Deigluvagninn er á braut og keyrir meðfram skautinu. Á honum er deiglustóll sem hægt er að halla.
Allar hreyfingar vagnsins og höllun deiglu er hægt að stýra frá stjórntölvu. Staðsetning tinda/hola er sett inní mynni og vagnin keyrir sjálfkrafa á milli tinda. Helling er einnig að hluta til sjálfvirk. Þ.e.s. þegar búið er að steypa í tind þá sígur deiglan sjálfvirkt, hæfilega langt niður þannig að stjórnandinn þarf aðeins að stjórna hellingunni sjálfri.

Stjórnhúsið er vel hljóðeinangrað og með góðri loftræstingu og kælibúnaði. Það er venjulega staðsett gegnt deigluvagninum, hinu megin við steypubandið þar sem stjórnandinn sér vel yfir steypusvæðið.

Samsetningarstöðin samanstendur venjulega af lyftiborði sem lyftir skautinu uppundir gaffalinn, ásamt stýringum sem passa ap tindar hitti í götin á skautinu.

Færibönd flytja skautin að samsetningarstöðinni. Venjulega eru skautvagnar aftengdir hengibraut eftir að samsetningu er lokið og flutt á keflabrautum að steypustaðnum.

Á steypubandinu er miðjusetningarbúnaður sem tryggir eins og mögulegt er, að tindar liggi ekki utaní brúnum skautgatanna þegar steypt er. Þannig er leitast við að koma í veg fyrir að steypujárns-hulsur verði misþykkar en það leiðir oft til þess að sprunga kemur í hulsuna sem aftur leiðir til verri tengingar milli skauts og tinds.

Til að gafflar séu ávalt lóðréttir þegar þeir eru steyptir í skautið þá hefur VHE hannað klemmu sem getur gengið til hliðanna eftir því sem við á en tryggir að gaffallinn sé alltaf lóðréttur. Með þessu móti er tryggt að skautið sitji rétt í raflausnarkerinu.

Holuhitunin er til þess gerð að koma í veg fyrir að raki geti verið í skautgötum þegar samsetning/steypun fer fram.

Holuhitunarbúnaður VHE er einfaldur búnaður en jafnframt mikilvægur öryggisbúnaður sem kemur í veg fyrir að raki geti valdið sprengingu þegar gaffallinn er steyptur í skautið. Búnaðurinn samanstendur af háhita-elementum sem stýrt er með þar til gerðum straumstýringum. Hitastig elementanna getur verið allt að 1.550°C en nauðsynlegt er að þurrkun taki stuttan tíma til að tefja ekki framleiðslulínun.

Fyrsta kragaásetningarvél VHE var smíðuð og sett upp árið 2003. Síðan þá hefur fyrirtækið smíðað og sett upp fjölmargar vélar af þessari gerð.

VHE kragavélin er byggð á svipaðri tækni og notuð er í róbótum. Þ.e.s. servó mótorar sem stýrðir eru frá tölvu, stjórna með nákvæmni og hraða, öllum hreyfingum vélarinnar. Við hönnun hverrar vélar er tillit tekið til mismunandi aðstæðna og óska viðskiptavinarins.

Hægt er að velja hvort kragar eru gerðir úr áli eða pappa. Einnig ef hægt að fá auka rúllueiningu. Þá skiptir vélin sjálfkrafa yfir á nýja rúllu þegar sú fyrri klárast.
Í sumum tilfellum er skauta-færibandið notað til að færa á milli tinda en einnig er hægt að láta vélina sjálfa færa sig milli tinda.

Kragafyllivélin er hönnuð til að staðsetja kragana utanum tinda og fylla í þá með þar til gerðum salla. Í kragasallanum eru efni sem gera það að verkum að efnið harðnar við hita þegar skautið kemur í rafgreiningarkerið.

VHE kragafyllivélin samanstendur af efnissílói en í botni sílósins eru skammatarar eða hólf, sem taka ákveðið rúmmál af efni. Hægt er að stilla rúmmálið á einfaldan máta. Hólfin í skammtaranum eru svo tæmd ofaní snigilmatara eða rennur, eftir því sem við á, sem fylla kragana frá tveimur hliðum.
Hristarar tryggja að sallinn dreifist jafnt og yfirborð kragasallans sé jafnt þegar mötun lýkur.

Skautstaflari VHE er gott dæmi um sérhannaðan búnað sem sniðinn er að þörfum viðskiptavinarins

VHE hefur meira en tuttugu ára reynslu að baki í ýmis konar þjónustu við steypuskála álvera. Má þar nefna viðhalds- og viðgerðaþjónustu, múrvinnu, smíðavinnu, raf- og vélahönnun og forritunarvinnu, svo eitthvað sé nefnt.

Fyrirtækið hefur einnig tekið að sér stærri verkefni í steypuskála svo sem uppsetningu afglóðunarofna, uppsetningu dælubúnaðar og lagningu kælivatnskerfis, Smíði og uppsetningu rennubúnaðar, breytingar á biðofnum þar sem olíukyndingu var skipt út fyrir rafhitun, og margt fleira.

Auk þessa hefur VHE hannað og smíðað vélar og búnað fyrir steypuskála og má þar nefna forhitunarofn fyir uppbræðslumálm, skúmstöðvar og forhreinsistöðvar til að hreinsa sódium úr fljótandi málmi.

Forhreinsistöðvar VHE eru hannaðar til að hreinsa sódium (aðallega natríum og kalsíum) úr fljótandi málmi. Málmurinn er hreinsaður í áltökudeiglunum áður en honum er hellt í biðofna.

VHE forhreinsistöðvarnar hafa vakið athygli víða um heim þar sem hreinsitíminn er stuttur, ALF3 notkun lítil og viðhaldskostnaður í lágmarki.

VHE hefur sett upp alls sex stöðvar hjá viðskiptavinum á Íslandi og í Noregi.

VHE hefur hannað og smíðað skúmstöðvar til að skúma gjall af yfirborði áls í áltökudeiglum. Skúmstöðvarnar eru sterkbyggðar, einfaldar og auðveldar í uppsetningu.


Forhitunarofn VHE er notaður til að hita endurbræðslumálm áður en hann er settur inní uppbræðsluofna.

Ofaná ofninum eru tvö loftgöng með öflugum hitaelementum sitt hvoru megin. Blásari í miðjum göngunum dregur loft uppúr ofninum og blæs því í sitt hvora áttin í gegnum elementin og inní ofninn. Með þessu móti er jafnt loftflæði og jöfn hitun tryggð.

Í gólfi ofnsins er vagn fyrir upphitunarmálminn. Vagninn keyrir á braut, inn og út úr ofninum. Á öðrum enda vagnsins er gafl sem lokar ofninum þegar vagninn er keyrður inn.


VHE hefur um langt skeið veitt ýmsa þjónustu tengda kerskálum álvera. Má þar nefna ýmsa viðhalds- og viðgerðaþjónustu ásamt hönnun og smíði búnaðar.

Hjá Alcoa Fjarðaáli rekur VHE kersmiðju sem sér um að aftengja ker, hreinsa þau og endurnýja bakskaut og múr. Kerskeljar eru fluttar á verkstæði VHE og gert við þær eftir þörfum. VHE sér einnig um viðgerðir á ker-yfirbyggingum, kerlokum og skurnbrjótum fyrir AF.

VHE hefur hannað og smíðað búnað til að hreinsa „sveppi“ (spikes) sem geta myndast undir forskautum. Hægt er að hreinsa hvort heldur sem er, heit eða köld skaut. Búnaðurinn er mun einfaldari og þægilegri í notkun, en sá búnaður sem hingað til hefur verið í boði. Hann er lyftaratækur og tengist við vökva- og rafkerfi lyftarans.

Einnig hefur VHE hannað og smíðað baðefnabrjóta og kælibönd fyrir efnisvinnslu kerskála ásamt blöndunarstöð fyrir baðefni.

Mælibúnaður VHE fyrir kerskála er löngu orðinn þekktur, hér á landi og víða um heim. VHE framleiðir straummælibúnað fyrir forskaut og bakskaut. Bakskautamælir VHE á sér engan sinn líkan í heiminum. Hann er mjög léttur og þægilegur í notkun og hægt er að sníða mælihausinn eftir þörfum viðskiptavinarins, t.d. með það í huga hvort mælingar fara fram í kjallara eða frá kerskálagólfi.

Sóley er sérstakur viðnámsmælir til að mæla viðnám frá kerlínu út í allan búnað nálægt kerinu sem á að vera einangraður frá kerspennu. Á seinni árum hafa margir sýnt þessum búnaði áhuga þar sem um er að ræða mjög þýðingamikið tæki til að tryggja öryggi starfsmanna í kerskálum.
Þá smíðar VHE einnig fasttengda viðnámsmæla fyrir kerskála sem mæla stöðugt jarðleiðni skálans.


VHE er með samning við Alcoa Fjarðaál um rekstur kersmiðju fyrirtækisins á Reyðarfirði. Kersmiðjan sér um að aftengja ker sem á aðendurnýja og hreinsa allt efni innanúr þeim. Þegar kerskelin hefur verið hreinsuð og sandblásin er hún flutt á verkstæði VHE þar sem gert er við hana eftir þörfum. Þaðan fer hún aftur inná svæði Alcoa þar sem VHE starfsfólk kemur einangrar kerbotn, kemur bakskautum fyrir og fóðrar kerið uppá nýtt.

VHE sér einnig um viðgerðir á keryfirbyggingu, brotmeitlum, kerlokum og ýmsu öðru sem viðkemur kerrekstrinum.

VHE hefur hannað og smíðað búnað til að hreinsa „sveppi“ (spikes) sem geta myndast undir forskautum. Hægt er að hreinsa hvort heldur sem er, heit eða köld skaut. 
Búnaðurinn er mun einfaldari ódýrari og þægilegri í notkun, en sá búnaður sem hingað til hefur verið í boði. Hann er lyftaratækur og tengist við vökva- og rafkerfi lyftarans. Þróun þessa búnaðar var unnin í samvinnu við Trímet Aluminium í Þýskalandi.


VHE hefur smíðað og sett upp löndunarstöð fyrir baðefni. Verkefnið innífól smíði og Uppsetningu á efnissílóum ásamt ýmsum losunarbúnaði, blöndunarbúnaði og snigilmöturum.


VHE hefur um árabil smíðað ýmis konar sérhæfðan mælibúnað fyrir kerskála og má þar nefna: Straummæli fyrir bakskaut kera. Mælihausinn er úr teflon efni og þarf ekki að lokast utanum leiðarann eins og aðrir mælar. Hann er því mjög léttur og meðfærilegur. Mælirinn er hannaður eftir þörfum hvers viðskiptavinar fyrir sig.

Sérhannaðan viðnámsmæli fyrir kerskála þar sem hægt er að mæla viðnám frá kerlínu, út í skálagrind, loftstúta og annan búnað sem á að vera einangraður frá kerspennunni. Þetta er öryggistæki sem segir til um raunverulegt ástand einangrunar en ekki spennumun.

Einfalda straummæla fyrir forskautamælingar.

Fasttengdan viðnámsmæli fyrir kerlínur