Í meira en tvo áratugi hefur VHE veitt álfyrirtækjum og öðrum fyrirtækjum, faglega og fjölbreytta þjónustu á hinum ýmsu sviðum.

Í upphafi snérist þessi þjónusta aðallega um viðhald og viðgerðir á vélasviði en með árunum hefur orðið mikil breyting á. Verkfræðideild VHE hefur vaxið mjög en í upphafi sinnti hún aðallega véla- og rafmagnshönnun ásamt forritun stýrivéla og skjákerfa. Í dag veitum við alla almenna verkfræðiþjónustu þessu til viðbótar, svo sem þarfagreiningu, kostnaðargreiningu, gerð verkáætlana, umsjón ÖHU mála við verkefni og framkvæmdir, eftirlit með framkvæmdum, verkefnastjórnun, úrlausnir vandamála, skjalagerð og margt fleira.