Verkvit

Hugvit

Eining

Hugvit í verki

Um okkur

Við veitum þjónustu á ýmsum sviðum s.s. verkfræði- smíða- og viðhaldsþjónustu ásamt framleiðslu á sjálfvirkum vélum. Einnig rekur fyrirtækið byggingadeild, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á austurlandi.

Framleiðslu og þjónustusvið

Við veitum alla almenna þjónustu á vélasviði svo sem stálsmíði, smíði úr áli og ryðfríu stáli, viðhald og viðgerðir á vélbúnaði, smíði og viðgerðir á vökva- og lofttjökkum, vökvadælustöðvum, loftlögnum ofl.

Gæðastefna

Stefna VHE er að vera leiðandi fyrirtæki á okkar sviði og bjóða eftirsóknarverða þjónustu og vörur sem standast ýtrustu kröfur viðskiptavina.

Álver

Á síðustu tveimur áratugum höfum við  
unnið að verkefnum  tengdum skautsmiðju, steypuskála og kerskála álvera, hér á landi og erlendis. Má þar nefna hönnun, smíði og uppsetningu á einstökum vélum og búnaði

Verkfræðiþjónusta

Verkfræðiþjónusta VHE sérhæfir sig í hönnun og þróun á sjálfvirkum búnaði sem er í notkun í fjölmörgum álverum
um allan heim

Mannvirkjasvið

Verkefni mannvirkjasviðs hafa verið  fjölmörg t.d. viðhalds- og byggingaverkefni má nefna byggingu skólahúss, hjúkrunarheimilis, og undirganga ásamt brúarsmíði, bæði á austurlandi og á höfuðborgarsvæðinu.

Álagsprófun á brúkrana fyrir Landsvirkjun.

Framkvæmt var álagspróf á 50t brúkrana í Ljósafossstöð.

VHE verkfræðideild annast undirbúning og tengingar á mælibúnaði fyrir prófanir á krönum. Álagsprófun er oft nauðsynleg til að staðfesta hámarks lyftigetu og öryggis-útslátt krana.

Byrjað er með minni þyngdir og aukið við þar til +10% yfirálagi kranans er náð og mæligildi skráð í úttektarskýrslu. Áhættugreining og verklýsing er framkvæmd í samráði við verkkaupa áður en vinna hefst.

Búnaður og framleiðsla

Að standast sífellt auknar kröfur um framleiðni tækja og búnaðar er áskorun allra framleiðslufyrirtækja nútímanns. Við hjá VHE hönnum, smíðum og setjum upp vélar, tæki og búnað fyrir viðskiptavini víða um heim og höfum sérhæft okkur í þjónustu við álver á því sviði. Auk þess að samþætta tæki og kerfi í framleiðsluferlum sérhæfum við okkur í að umbreyta kostnaði í framlag með aukinni sjálfvirkni.

 

Orka

Innlendir orkugjafar hafa skapað mikil lífsgæði almennings á Íslandi. Minnstu breytingar í nýtingu þeirra geta skipt miklu fyrir komandi kynslóðir. VHE hefur í samvinnu við íslensk orkufyrirtæki hannað og þróað tæki og búnað til viðhalds og þjónustu við orkuver og borholur og nýtingu þeirra.

Mannvirki

Að standast kröfur í mannvirkjagerð með hliðsjón af nýtingu og eftirspurn markaðar er áskorun sem VHE hefur tileinkað sér frá stofnun mannvirkjasviðs fyrirtækisins. Við framleiðum allt frá steyptum einingum í einingaverksmiðju okkar til staðsteyptra mannvirkja af ýmsum toga allt eftir óskum og þörfum hvers verkefnis.