febrúar 01 2016 0comment

VHE undirritar samning við álframleiðanda í Mið- Austurlöndum

VHE hefur undiritað samning við stóran álframleiðanda í Mið-Austurlöndum. Samningurinn felur í sér hönnun, smíði og uppsetningu á vélum og vélbúnaði fyrir skautsmiðju álversins.
Þetta er einn stærsti samningur sem VHE hefur gert við erlent fyrirtæki.
Smíði búnaðar er að mestu lokið og uppsetning gengur vel. Auk véla- og vélbúnaðar felur verkið í sér töluvert mikla vinnu á staðnum, s.s. breytingar á byggingum, smíði á undirstöðum og endurbætur á búnaði sem fyrir er.
Verklok eru áætluð í lok apríl 2016

5.d.i

 

joi