febrúar 01 2016 0comment

VHE byggir vel á annað hundrað íbúðir á höfuðborgarsvæðinu

VHE hefur ný lokið við byggingu fjölbýlishúss við Dalsás í Hafnarfirði. Í húsinu eru alls 28 íbúðir og eru þær allar seldar. Nú er VHE með vel á annað hundrað íbúðir í byggingu á höfuðborgarsvæðinu. Byggingu tveggja fjölbýlishúsa á Norðurbakkanum í Hafnarfirði er að ljúka, alls 72 íbúðir. Við Holtsveg í Garðabæ eru alls 67 íbúðir í byggingu. Auk þessa hefur fyrirtækið ný lokið við byggingu 23ja íbúða við Skipalón í Hafnarfirði .
Sala íbúða við Norðurbakkann hefur gengið mjög vel og virðist áhugi fyrir þessari frábæru staðsetningu vera mikill.

5.e.ii-2

joi