Verkfræðiþjónusta

Verkfræðiþjónusta

Verkfræðideild VHE sinnir alhliða verkfræðiþjónustu, bæði sem stoðdeild innan VHE sem og fyrir almenna viðskiptavini.

Helstu verkefni deildarinnar eru:

  • Verkefnagreining
  • Forhönnun, kostnaðargreining og framkvæmdagreining
  • Hönnun – Véla- og rafmagnshönnun – Stýringar
  • Eftirlit með framkvæmdum og skjölun
  • Skjalagerð og vottun
  • Gerð hönnunargagna og CE-vottun
  • Verkefnastjórnun
reset_button
DSC01284

Nálægðin og samvinnan við framkvæmdadeildir hefur gefið starfsmönnum verkfræðideildar VHE mikla hagnýta reynslu í öllum ofangreindum verkþáttum. Verkefni deildarinnar hafa að stórum hluta verið unnin fyrir álframleiðendur og ýmis konar iðnfyrirtæki, hér á landi og erlendis.

Verkefni Verkfræðideildar VHE hafa verið mjög fjölbreytt á undanförnum árum en meðfram allri almennri verkfræðiþjónustu hefur deildin sérhæft sig í hönnun og þróun á sjálfvirkum vélum og búnaði sem er í notkun í fjölmörgum álverum um allan heim.

Við vélahönnun er notast við fullkominn CAD hugbúnað sem gerir mögulegt að virða fyrir sér þrívíddarlíkön af þeim búnaði sem verið er að hanna.

IMG_0112