Um fyrirtækið

Um fyrirtækið

VHE eða Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar ehf. var stofnað árið 1971 af Hjalta Einarssyni og eiginkonu hans Kristjönu G. Jóhannesdóttur.
Lengi vel fór starfsemin að mestu fram í skúr á lóð þeirra hjóna við Suðurgötuna í Hafnarfirði.

Helstu verkefni fyrirtækisins í upphafi voru fyrir ýmis útgerðarfyrirtæki og smærri verktaka og fólust bæði í vélaviðgerðum, rennismíði og ýmis konar stálsmíði.
Í dag eru höfuðstöðvar fyrirtækisins að Melabraut 21-27 í Hafnarfirði, í alls 5 byggingum.

Á tíunda áratug síðustu aldar var eignahaldi fyrirtækisins breytt. VHE er ennþá fjölskyldufyrirtæki en er nú rekið af börnum Hjalta og Kristjönu.

Uppbygging stóriðju á Íslandi og þá einkum áliðnaðarins hafði í för með sér miklar breytingar á rekstri VHE og undir lok síðustu aldar voru verkefni tengd þessum geira orðin stærsti hluti starfseminnar.

P1020705
1991-4
DSCF4383

Uppúr aldamótum hóf fyrirtækið markvisst að styrkja stöðu sína sem alhliða þjónustuaðili fyrir stóriðjuna og þá einkum áliðnaðinn.
Fjárfest var í nýjum tækjum og búnaði til að geta betur sinnt ýmsum krefjandi verkefnum. Þá voru einnig allnokkur fyrirtæki keypt sem höfðu til að bera reynslu og þekkingu á þessu sviði og starfsemi þeirra annaðhvort sameinuð rekstri VHE eða þau rekin áfram sem sjálfstæð dótturfyrirtæki VHE.

Árið 2007 þegar Alcoa á Reyðarfirði hóf starfsemi sína gerði fyrirtækið þjónustusamning við VHE. Í kjölfar þessa samnings hófst mikil uppbygging hjá VHE á austurlandi en þar er fyrirtækið nú með u.þ.b. 6.000m2 verkstæði og 6.500m2 lagerhúsnæði.

Fljótlega eftir að starfsemi hófst á austurlandi tók VHE yfir verkefni byggingasviðs Malarvinnslunnar á Egilsstöðum. Í framhaldi af því hóf fyrirtækið rekstur byggingadeildar á austurlandi. Árið 2011 hófst sambærileg starfsemi VHE á Reykjavíkursvæðinu með kaupum á byggingafyrirtækinu Fonsa ehf.

Í dag veitir VHE áliðnaðinum og öðrum fyrirtækjum alhliða þjónustu á fjölmörgum sviðum. VHE framleiðir einnig ýmsar gerðir véla, vélbúnaðar og mælitækja fyrir innlend og erlend fyrirtæki.