apríl 23 2018 0comment

VHE hannar og smíðar nýja kynslóð réttingavéla fyrir álver

VHE tindaréttivélin er hönnuð til að rétta straumleiðara (tinda) í forskautum rafgreiningarkera. Hingað til hefur yfirleitt verið notuð sú aðferð að hita leiðarann með spanhitabúnaði áður en rétting fer fram. Það er gert til að minnka líkur á að sprungur myndist í efninu við réttinguna. Þetta hefur ýmsa ókosti í för með sér, bæði er […]

apríl 23 2018 0comment

Holutappinn opnar nýja möguleika í viðhaldi á jarðhita borholum

VHE hefur í samvinnu við HS-Orku hannað og smíðað holutappa sem gerir jarðvarma fyrirtækjum kleift að loka borholum á öruggan og fljótlegan máta.  Búnaðurinn er festur ofan á holulokann og tappanum er stungið í gegnum hann og niður í holuna. Þar er hann festur með tryggum hætti og skilinn eftir. Með þessu móti er hægt […]

apríl 23 2018 0comment

Heilsaðu Framtíðinni – VHE á sýningu í jarðvarmaiðnaði

Sem stofnmeðlimur í Íslenska Jarðvarmaklasanum mun VHE taka þátt í ráðstefnu um nýtingu jarðvarma, rannsóknir og þróun sem haldin verður 24 – 27 apríl næstkomandi. Á ráðstefnunni verða hátt í eitt hundrað fyrirlesarar yfir tíu pallborðsumræður, ásamt vinnustofum. Ráðstefnugestir koma frá meira en fjörutíu löndum. Samhliða rástefnunni verður haldin sýning þar sem ráðstefnugestir fá tækifæri […]

febrúar 01 2016 0comment

VHE byggir vel á annað hundrað íbúðir á höfuðborgarsvæðinu

VHE hefur ný lokið við byggingu fjölbýlishúss við Dalsás í Hafnarfirði. Í húsinu eru alls 28 íbúðir og eru þær allar seldar. Nú er VHE með vel á annað hundrað íbúðir í byggingu á höfuðborgarsvæðinu. Byggingu tveggja fjölbýlishúsa á Norðurbakkanum í Hafnarfirði er að ljúka, alls 72 íbúðir. Við Holtsveg í Garðabæ eru alls 67 íbúðir í byggingu. Auk […]

febrúar 01 2016 0comment

VHE undirritar samning við álframleiðanda í Mið- Austurlöndum

VHE hefur undiritað samning við stóran álframleiðanda í Mið-Austurlöndum. Samningurinn felur í sér hönnun, smíði og uppsetningu á vélum og vélbúnaði fyrir skautsmiðju álversins. Þetta er einn stærsti samningur sem VHE hefur gert við erlent fyrirtæki. Smíði búnaðar er að mestu lokið og uppsetning gengur vel. Auk véla- og vélbúnaðar felur verkið í sér töluvert mikla vinnu […]

febrúar 01 2016 0comment

Smíði á vélbúnaði fyrir Álframleiðanda í BNA

Árið 2014 gerði VHE samning við álver í BNA um smíði á búnaði fyrir skautsmiðju fyrirtækisins í Hawesville Centucky. Um er að ræða þrjár vélar, Tindaréttivél, Leggréttivél og búnað til að steypa leiðara i skaut. Vélbúnaðurinn hefur nú verið tekinn í notkun en hann mun auka gæði framleiðslulínu skautsmiðjunnar til muna og einfalda framleiðsluferlið.  

febrúar 01 2016 0comment

Nýr málmhreinsibúnaður smíðaður og settur upp hjá álveri í Noregi

Árið 2011 hófst samstarf milli VHE og Rio Tinto Alcan í Straumsvík um nýja hönnun á forhreinsistöðvum til að hreinsa sodium úr fljótandi málmi. Þetta samstarf leiddi af sér nýja gerð af búnaði sem hannaður var og smíðaður hjá VHE. Búnaðurinn var fyrst settur upp í steypuskála RTA árið 2012 og hefur reyns mjög vel. […]

janúar 21 2016 0comment

Bygging hjúkrunarheimilis á Egilsstöðum

VHE skrifaði undir samning við Fljótsdalshérað vegna byggingu nýs hjúkrunarheimilis á Egilsstöðum í júní 2013. Byggingin er hönnuð af Hornsteinum og er 3410 fm að stærð með rými fyrir 40 vistmenn. Hjúkrunarheimilið að Blómvangi er að mestu á tveimur hæðum en að auki eru tæknirými í kjallara undir takmörkuðum hluta hússins og 3. hæð að […]