Tindasuða

VHE Tindasuðubúnaðurinn er hugsaður sem hluti af tindaviðgerðalínu þar sem tindar eru fyrst sagaðir af í VHE- tindasöginn. Eins og tindasögin, þá les búnaðurinn strikamerki á gafflinum þegar hann kemur inní suðuklefann. Á strikamerkinu koma allar nauðsynlegar upplýsingar fram, s.s. hvaða tind á að sjóða og í hvaða lengd.

Búnaðurinn samanstendur af tveimur róbótum sem báðir eru búnir suðubyssum. Annar róbótinn er einnig með griparm til að sækja tinda og stilla þeim upp á réttan stað.
Suðubúnaðurinn er gerður til að sjóða tinda á, án þess að taka gaffla úr hengibrautinni.

20140116_171325
DSC05204