Tindaréttivél

VHE hefur langa reynslu í hönnun og smíði tindaréttivéla sem eru í notkun í álverum um allan heim.

Við höfum reynslu í smíði tindaréttivéla fyrir hvaða tindaútsetningu sem er, 2ja – 4ra tinda í línu, 4 x spider, 6x spider osfrv.
VHE hefur hannað og smíðað tindarettivélar með spanhitabúnaði þar sem tindar eru forhitaðir áður en þeir fara inní réttipressuna. Þessar vélar geta ekki verið inní sjálfri framleiðslulínunni þar sem hitunartími er of langur.

Í dag eru flestar okkar tindaréttivélar án hitunar og eru staðsettar inní framleiðslulínunni. Þannig eru tindar réttir lítillega í hvert sinn sem þeir koma inní skautsmiðjuna. Þá safnast ekki upp skekkja í tindum sem getur leitt til lakari gæða í samsetningunni.
Þar sem bognun tinda er í flestum tilfellum innan við 1mm eftir hverja notkun í rafgreiningarkeri þá þarf mjög lítið að rétta í hvert skipti. Þegar gaffallin fer svo aftur í notkun þá afspennist efnið í hita rafgreiningarkersins.

Allar VHE tindaréttivélar eru með öflugum viðhaldsbúnaði sem kemur í veg fyrir að vélin geti beygt okið

Century Hawesville '15-1
Century Hawesville '15-3