Grafíthúðun

VHE hefur hannað og smíðað allmargar grafíthúðunarvélar á liðnum árum. Í upphafi voru þessar vélar nokkuð flóknar að gerð með sjálfvirkum mæli- og blöndunarbúnaði.

Í nýjustu útfærslum okkar höfum við hins vegar horfið aftur til einfaldleikans þar sem við notum forblandað grafít og stillum húðunarhæð með laser mælingu sem ákveður hversu hátt húðunartanknum er lyft.

Hægt er að fá, með vélinni, búnað til að þurrka grafítið. Í sumum tilfellum eru hitaklefar notaðir til að þurrka efnið en þar sem pláss er takmarkað getur rafhitað loft verið betri lausn. Þá eru sérstakir iðnaðar-hitablásarar notaðir og lofti stýrt að hverjum tindi, frá tveimur hliðum.

IMG_5790
Norðurál 2014